Fleiri fréttir Snjóhvít jörð í Madríd Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni lýstu yfir neyðarástandi í gærmorgun en þá vöknuðu borgarbúar við að þykk snjóalög lágu yfir borginni og var varað við mikilli hálku á helstu þjóðvegum til og frá Madríd. Reyndist 15 sentimetra jafnfallinn snjór hafa lagst yfir stór svæði í fyrrinótt en slíkt er sjaldgæft þó ekki sé það einsdæmi. 23.2.2005 00:01 Grimmdarverk í Austur-Kongó Uppreisnarmenn myrtu rúmlega 60 manns, nauðguðu tugum og kveiktu í hundruðum húsa bænum Nyabiondo í Austur-Kongó seint á síðasta ári. Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í dag, en grimmdarverkin voru hluti af margra vikna deilum og ringulreið sem ríkti landinu. 23.2.2005 00:01 Fólk er misnotað Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að innflutningur á vinnuafli á vegum ólöglegra og óskráðra starfsmannaleiga, sérstaklega frá Lettlandi og Portúgal, sé farinn að hafa mikil áhrif á vinnumarkað á Íslandi. 23.2.2005 00:01 Hergagnageymsla springur í Súdan Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar. 23.2.2005 00:01 Vislandia selur þjónustu Ilona Wilke, eigandi Vislandia, vísaði á GT verktaka og lögmann þeirra, Martein Magnússon, eða Fyrirtækjaskrána í Lettlandi þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í Lettlandi í fyrradag. 23.2.2005 00:01 Skýrslutaka fyrir sunnan Stjórnendur GT verktaka verða á næstunni kallaðir til skýrslutöku á vegum Sýslumannsins á Seyðisfirði. 23.2.2005 00:01 Verðlaun fyrir rafræna skráningu Landlæknisembættið hefur hlotið IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum. 23.2.2005 00:01 Lettnesk kona flytur inn fólk Lettnesk kona, Ilona Wilka, rekur fyrirtækið Vislandia í Lettlandi og hefur flutt inn tugi Letta og Litháa á síðustu mánuðum. Vinnuaflið hefur starfað víða, m.a. við byggingu Salaskóla fyrir Kópavogsbæ. </font /></b /> 23.2.2005 00:01 Gefur falska mynd Starfsmenn Hagstofunnar reikna húsaleigu vegna eigin húsnæðis til gjalda en ekki tekna í neysluvöruverðsvísitölunni. Þetta veldur því að vísitalan sýnir verðbólgu upp á rúm fjögur prósent þegar hún er í raun aðeins um 2,5 prósent. </font /></b /> 23.2.2005 00:01 Kennarastarfið er hugsjón Paloma Ruiz Martinez er nýkjörin í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem spænskur faðir hennar og íslensk móðir búa. Paloma ákvað ung að verða kennari og lifir fyrir starfið. Hún segir kennara enn vera að jafna sig eftir verkfallið í vetur. 23.2.2005 00:01 Handtekin fyrir að misþyrma börnum Lögreglan í Ísrael hefur handtekið barnapíu sem misþyrmdi sjö mánaða tvíburum sem hún átti að gæta. Foreldra barnanna grunaði að ekki væri allt með felldu þegar tvíburarnir urðu sinnulausir og hættu að brosa. Falin myndavél í stofunni staðfesti illan grun; barnapían barði börnin þegar þau trufluðu hana við sjónvarpsgláp. Barnapían játar á sig sakir og ber við ofsafengnum reiðiköstum. 23.2.2005 00:01 Raddir þingmanna á netinu Síðan í haust hefur verið hægt að hlusta á raddsýnishorn alþingismanna á vef þingsins, althingi.is. 23.2.2005 00:01 Birtingin gæti verið lögbrot Svo virðist sem birting myndbands á netinu þar sem ungur maður verður fyrir banvænni líkamsárás samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 23.2.2005 00:01 Björgunaraðgerðir ganga brösuglega Vonir glæddust í Íran þegar tvær konur björguðust lifandi í húsarústum eftir jarðskjálftann í gær. Aðrir voru þó ekki svo heppnir. Talið er að 550 manns hafi grafist undir og týnt lífi. Björgunaraðgerðir ganga brösulega vegna úrhellisrigningar og kulda og erfiðlega gengur að koma hjálpargögnum til afskekktra fjallaþorpa. 23.2.2005 00:01 300 látnir í Indlandi vegna veðurs Kuldakastið sem hamlar björgunaraðgerðum í Íran hefur haft svipuð áhrif í nágrannalöndunum enda muna menn ekki eftir viðlíka vetrarhörkum í Afganistan, Pakistan og á Indlandi. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafa dáið úr kulda og í snjóflóðum í Indlandi síðustu daga. 23.2.2005 00:01 Veður válynd í heiminum Hvít snjóbreiða hamlaði samgöngum í París í dag og hinum megin á hnettinum, í Kaliforníu, stríða menn líka við ofankomu. Gríðarlegar rigningar hafa sett allt á flot og valdið aurskriðum og dauða níu manna. 23.2.2005 00:01 Með falsað vegabréf Rúmlega þrítugur útlendingur sótti um pólitískt hæli þegar hann kom úr ferjunni Norrænu á þriðjudagsmorgun. Við komuna til landsins hafði hann framvísað ungversku vegabréfi sem grunur lék á að væri falsað. Hann viðurkenndi að svo væri og óskaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður. 23.2.2005 00:01 Líkir fóstureyðingum við helför Jóhannes Páll II páfi, sem þekktur er fyrir andstöðu sína við fóstureyðingar, líkir þeim við helför gyðinga í nýrri bók sem hann hefur sent frá sér. Hann segir að hvort tveggja séu afleiðingar þess að stjórnvöld setji sig upp á móti guðdómlegri forskrift, í báðum tilfellum undir merkjum lýðræðis. 23.2.2005 00:01 Vinnsla hafin á ný í Grindavík "Við frystum aðeins um helgina, en það er annars bara engin loðna til að frysta. Við bíðum bara eftir því," segir Óskar Ævarsson yfirmaður fiskimjölverksmiðju Samherja sem brann í Grindavík 9. febrúar eftir að mjöl ofhitnaði í þurrkara. 23.2.2005 00:01 Lækka ekki áfengisgjald Sænska stjórnin frestaði að lækka áfengisgjaldið og hyggst ekki taka afstöðu til þess fyrr en í haust. Í fyrra gáfu stjórnvöld fyrirheit um að lækka áfengisgjaldið um 40 prósent í ár og hugðust með því draga úr innflutningi áfengis frá löndum þar sem áfengisverð er lægra en í Svíþjóð. 23.2.2005 00:01 Hass og smygl á Reyðarfirði Lögreglan á Eskifirði lagði í gær hald á fíkniefni og smyglvarning í vöruskemmu á Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. 23.2.2005 00:01 Segist til í að segja af sér Omar Karami, forsætisráðherra Líbanons, segist reiðubúinn að verða við kröfum stjórnarandstæðinga um að segja af sér, að því gefnu að þing landsins komist að samkomulagi um nýja stjórn. Fyrst ætlar hann þó að fara þess á leit við þingmenn að þeir greiði atkvæði um traust eða vantraust á stjórnina. 23.2.2005 00:01 Ganga nærri mannréttindum Breska ríkisstjórnin sætir gagnrýni vegna fyrirhugaðrar löggjafar sem veitir lögreglu aukin völd til að handtaka og halda grunuðum hryðjuverkamönnum. Stjórnarandstæðingar segja löggjöfina grafa undan breska réttarkerfinu auk þess sem þingmönnum gefist ekki tími til að ræða frumvarpið, sem feli í sér grundvallarbreytingar á bresku dómskerfi. 23.2.2005 00:01 Alltof mikill hraðakstur Rúmlega 40 bílstjórar voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi í gær og fyrradag. Sævar Finnbogason, varðstjóri í Kópavogi, segir þetta óvenjulega mikið og honum finnst undarlegt að þokan á þriðjudag hafi ekki einu sinni hægt á mönnum. 23.2.2005 00:01 Drottning sögð hunsa son sinn Breskir fjölmiðlar segja þá staðreynd að Elísabet drottning ætlar ekki að vera viðstödd borgaralega hjónavígslu sonar síns, Karls prins, vera til marks um miklar deilur innan konungsfjölskyldunnar um fyrirhugað brúðkaup Karls og Camillu Parker-Bowles. 23.2.2005 00:01 Mælir gegn niðurrifi Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísraelskra landnema yrðu ekki eyðilagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum. 23.2.2005 00:01 Allawi vill halda embættinu Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að hann hefði myndað nýtt bandalag sem berðist fyrir því að hann yrði áfram forsætisráðherra. Hann sagði markmið bandalagsins að berjast fyrir að við tæki ríkisstjórn sem hefði fulla trú á Írak og þeim viðhorfum sem það byggi á. 23.2.2005 00:01 Ríkið greiðir húsaleiguna Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, er í vanda eftir að upp komst að ríkissjóður greiðir í mánuði hverjum andvirði rúmlega milljón króna í leigu fyrir hús sem hann hefur til afnota. Það bætir ekki stöðu ráðherrans að hann leigir eigin íbúð út á 200 þúsund krónur og er sú íbúð stutt frá húsinu sem ríkissjóður greiðir fyrir. 23.2.2005 00:01 Mistök í útkalli Bæjarstjórinn í Bolungarvík og forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur voru meðal þeirra sem funduðu með Ólafi Þórhallssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, á mánudag. 23.2.2005 00:01 Iðnskólinn fær rausnarleg gjöf Iðnskóli Reykjavíkur fékk að gjöf raflagnaefni til forritanlegra raflagna að andvirði 400 þúsund króna í tilefni hundrað ára afmæli skólans. Það var GIRA GmbH í Þýskalandi og S. Guðjónsson ehf., umboðsaðili GIRA á Íslandi sem gáfu skólanum gjöfina. 23.2.2005 00:01 Reyna að bjarga ungum dreng Ástandið í Afganistan er grátlegt en þaðan berast þó stöku sinnum jákvæðar fréttir og hér er ein slík. Qudrat Ullah er fjórtán mánaða. Hann er með banvænan hjartagalla og foreldrar hans, sem búa við kröpp kjör í tjaldi í flóttamannabúðum í Kabúl, eygðu enga von um að bjarga lífi hans. 23.2.2005 00:01 Aðför að landsbyggðinni Stjórn Vinstri grænna í Skagafirði mótmælir hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. 23.2.2005 00:01 Fjölmargir gabbaðir á Netinu Fjöldi Íslendinga hefur orðið fórnarlamb skipulagðrar, alþjóðlegrar glæpastarfsemi, með því einu að láta gabba sig á Netinu. 23.2.2005 00:01 Höfðu samráð í nýju tjónakerfi Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. 23.2.2005 00:01 Metur lánstraustið óbreytt Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. 23.2.2005 00:01 Bæði undrandi og glaður Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. 23.2.2005 00:01 Segir sönnunarbyrði óeðlilega Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. 23.2.2005 00:01 Fargjald til Keflavíkur lækkar Leigubílafargjaldið milli Reykjavíkur og Keflavíkur lækkar um rúmlega tvö þúsund krónur í haust þegar bílstjórar fá leyfi til að aka báðar leiðir með farþega. 23.2.2005 00:01 Mótmæla Bush hvar sem hann fer Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer. 23.2.2005 00:01 Sektuð um 60,5 milljónir Tryggingafélögin voru í gær sektuð um 60,5 milljónir af samkeppnisráði vegna ólöglegs verðsamráðs. Tryggingamiðstöðin hefur fallist á að greiða 18,5 milljónir í sekt og VÍS hefur fallist á að greiða 15 milljónir. Sjóvá-Almennar tryggingar eru sektuð um 27 milljónir, en tryggingafélagið hyggst áfrýja niðurstöðunni. 23.2.2005 00:01 Sakar R-listann um lóðabrask Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Reykjavíkurlistann um að hagnast á lóðabraski í borginni við utandagskrárumræður um þróun íbúðaverðs. 23.2.2005 00:01 Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> 23.2.2005 00:01 Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Sjö króna sekt fyrir grammið Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. 22.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Snjóhvít jörð í Madríd Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni lýstu yfir neyðarástandi í gærmorgun en þá vöknuðu borgarbúar við að þykk snjóalög lágu yfir borginni og var varað við mikilli hálku á helstu þjóðvegum til og frá Madríd. Reyndist 15 sentimetra jafnfallinn snjór hafa lagst yfir stór svæði í fyrrinótt en slíkt er sjaldgæft þó ekki sé það einsdæmi. 23.2.2005 00:01
Grimmdarverk í Austur-Kongó Uppreisnarmenn myrtu rúmlega 60 manns, nauðguðu tugum og kveiktu í hundruðum húsa bænum Nyabiondo í Austur-Kongó seint á síðasta ári. Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í dag, en grimmdarverkin voru hluti af margra vikna deilum og ringulreið sem ríkti landinu. 23.2.2005 00:01
Fólk er misnotað Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að innflutningur á vinnuafli á vegum ólöglegra og óskráðra starfsmannaleiga, sérstaklega frá Lettlandi og Portúgal, sé farinn að hafa mikil áhrif á vinnumarkað á Íslandi. 23.2.2005 00:01
Hergagnageymsla springur í Súdan Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar. 23.2.2005 00:01
Vislandia selur þjónustu Ilona Wilke, eigandi Vislandia, vísaði á GT verktaka og lögmann þeirra, Martein Magnússon, eða Fyrirtækjaskrána í Lettlandi þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í Lettlandi í fyrradag. 23.2.2005 00:01
Skýrslutaka fyrir sunnan Stjórnendur GT verktaka verða á næstunni kallaðir til skýrslutöku á vegum Sýslumannsins á Seyðisfirði. 23.2.2005 00:01
Verðlaun fyrir rafræna skráningu Landlæknisembættið hefur hlotið IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum. 23.2.2005 00:01
Lettnesk kona flytur inn fólk Lettnesk kona, Ilona Wilka, rekur fyrirtækið Vislandia í Lettlandi og hefur flutt inn tugi Letta og Litháa á síðustu mánuðum. Vinnuaflið hefur starfað víða, m.a. við byggingu Salaskóla fyrir Kópavogsbæ. </font /></b /> 23.2.2005 00:01
Gefur falska mynd Starfsmenn Hagstofunnar reikna húsaleigu vegna eigin húsnæðis til gjalda en ekki tekna í neysluvöruverðsvísitölunni. Þetta veldur því að vísitalan sýnir verðbólgu upp á rúm fjögur prósent þegar hún er í raun aðeins um 2,5 prósent. </font /></b /> 23.2.2005 00:01
Kennarastarfið er hugsjón Paloma Ruiz Martinez er nýkjörin í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem spænskur faðir hennar og íslensk móðir búa. Paloma ákvað ung að verða kennari og lifir fyrir starfið. Hún segir kennara enn vera að jafna sig eftir verkfallið í vetur. 23.2.2005 00:01
Handtekin fyrir að misþyrma börnum Lögreglan í Ísrael hefur handtekið barnapíu sem misþyrmdi sjö mánaða tvíburum sem hún átti að gæta. Foreldra barnanna grunaði að ekki væri allt með felldu þegar tvíburarnir urðu sinnulausir og hættu að brosa. Falin myndavél í stofunni staðfesti illan grun; barnapían barði börnin þegar þau trufluðu hana við sjónvarpsgláp. Barnapían játar á sig sakir og ber við ofsafengnum reiðiköstum. 23.2.2005 00:01
Raddir þingmanna á netinu Síðan í haust hefur verið hægt að hlusta á raddsýnishorn alþingismanna á vef þingsins, althingi.is. 23.2.2005 00:01
Birtingin gæti verið lögbrot Svo virðist sem birting myndbands á netinu þar sem ungur maður verður fyrir banvænni líkamsárás samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 23.2.2005 00:01
Björgunaraðgerðir ganga brösuglega Vonir glæddust í Íran þegar tvær konur björguðust lifandi í húsarústum eftir jarðskjálftann í gær. Aðrir voru þó ekki svo heppnir. Talið er að 550 manns hafi grafist undir og týnt lífi. Björgunaraðgerðir ganga brösulega vegna úrhellisrigningar og kulda og erfiðlega gengur að koma hjálpargögnum til afskekktra fjallaþorpa. 23.2.2005 00:01
300 látnir í Indlandi vegna veðurs Kuldakastið sem hamlar björgunaraðgerðum í Íran hefur haft svipuð áhrif í nágrannalöndunum enda muna menn ekki eftir viðlíka vetrarhörkum í Afganistan, Pakistan og á Indlandi. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafa dáið úr kulda og í snjóflóðum í Indlandi síðustu daga. 23.2.2005 00:01
Veður válynd í heiminum Hvít snjóbreiða hamlaði samgöngum í París í dag og hinum megin á hnettinum, í Kaliforníu, stríða menn líka við ofankomu. Gríðarlegar rigningar hafa sett allt á flot og valdið aurskriðum og dauða níu manna. 23.2.2005 00:01
Með falsað vegabréf Rúmlega þrítugur útlendingur sótti um pólitískt hæli þegar hann kom úr ferjunni Norrænu á þriðjudagsmorgun. Við komuna til landsins hafði hann framvísað ungversku vegabréfi sem grunur lék á að væri falsað. Hann viðurkenndi að svo væri og óskaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður. 23.2.2005 00:01
Líkir fóstureyðingum við helför Jóhannes Páll II páfi, sem þekktur er fyrir andstöðu sína við fóstureyðingar, líkir þeim við helför gyðinga í nýrri bók sem hann hefur sent frá sér. Hann segir að hvort tveggja séu afleiðingar þess að stjórnvöld setji sig upp á móti guðdómlegri forskrift, í báðum tilfellum undir merkjum lýðræðis. 23.2.2005 00:01
Vinnsla hafin á ný í Grindavík "Við frystum aðeins um helgina, en það er annars bara engin loðna til að frysta. Við bíðum bara eftir því," segir Óskar Ævarsson yfirmaður fiskimjölverksmiðju Samherja sem brann í Grindavík 9. febrúar eftir að mjöl ofhitnaði í þurrkara. 23.2.2005 00:01
Lækka ekki áfengisgjald Sænska stjórnin frestaði að lækka áfengisgjaldið og hyggst ekki taka afstöðu til þess fyrr en í haust. Í fyrra gáfu stjórnvöld fyrirheit um að lækka áfengisgjaldið um 40 prósent í ár og hugðust með því draga úr innflutningi áfengis frá löndum þar sem áfengisverð er lægra en í Svíþjóð. 23.2.2005 00:01
Hass og smygl á Reyðarfirði Lögreglan á Eskifirði lagði í gær hald á fíkniefni og smyglvarning í vöruskemmu á Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. 23.2.2005 00:01
Segist til í að segja af sér Omar Karami, forsætisráðherra Líbanons, segist reiðubúinn að verða við kröfum stjórnarandstæðinga um að segja af sér, að því gefnu að þing landsins komist að samkomulagi um nýja stjórn. Fyrst ætlar hann þó að fara þess á leit við þingmenn að þeir greiði atkvæði um traust eða vantraust á stjórnina. 23.2.2005 00:01
Ganga nærri mannréttindum Breska ríkisstjórnin sætir gagnrýni vegna fyrirhugaðrar löggjafar sem veitir lögreglu aukin völd til að handtaka og halda grunuðum hryðjuverkamönnum. Stjórnarandstæðingar segja löggjöfina grafa undan breska réttarkerfinu auk þess sem þingmönnum gefist ekki tími til að ræða frumvarpið, sem feli í sér grundvallarbreytingar á bresku dómskerfi. 23.2.2005 00:01
Alltof mikill hraðakstur Rúmlega 40 bílstjórar voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi í gær og fyrradag. Sævar Finnbogason, varðstjóri í Kópavogi, segir þetta óvenjulega mikið og honum finnst undarlegt að þokan á þriðjudag hafi ekki einu sinni hægt á mönnum. 23.2.2005 00:01
Drottning sögð hunsa son sinn Breskir fjölmiðlar segja þá staðreynd að Elísabet drottning ætlar ekki að vera viðstödd borgaralega hjónavígslu sonar síns, Karls prins, vera til marks um miklar deilur innan konungsfjölskyldunnar um fyrirhugað brúðkaup Karls og Camillu Parker-Bowles. 23.2.2005 00:01
Mælir gegn niðurrifi Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísraelskra landnema yrðu ekki eyðilagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum. 23.2.2005 00:01
Allawi vill halda embættinu Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að hann hefði myndað nýtt bandalag sem berðist fyrir því að hann yrði áfram forsætisráðherra. Hann sagði markmið bandalagsins að berjast fyrir að við tæki ríkisstjórn sem hefði fulla trú á Írak og þeim viðhorfum sem það byggi á. 23.2.2005 00:01
Ríkið greiðir húsaleiguna Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, er í vanda eftir að upp komst að ríkissjóður greiðir í mánuði hverjum andvirði rúmlega milljón króna í leigu fyrir hús sem hann hefur til afnota. Það bætir ekki stöðu ráðherrans að hann leigir eigin íbúð út á 200 þúsund krónur og er sú íbúð stutt frá húsinu sem ríkissjóður greiðir fyrir. 23.2.2005 00:01
Mistök í útkalli Bæjarstjórinn í Bolungarvík og forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur voru meðal þeirra sem funduðu með Ólafi Þórhallssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, á mánudag. 23.2.2005 00:01
Iðnskólinn fær rausnarleg gjöf Iðnskóli Reykjavíkur fékk að gjöf raflagnaefni til forritanlegra raflagna að andvirði 400 þúsund króna í tilefni hundrað ára afmæli skólans. Það var GIRA GmbH í Þýskalandi og S. Guðjónsson ehf., umboðsaðili GIRA á Íslandi sem gáfu skólanum gjöfina. 23.2.2005 00:01
Reyna að bjarga ungum dreng Ástandið í Afganistan er grátlegt en þaðan berast þó stöku sinnum jákvæðar fréttir og hér er ein slík. Qudrat Ullah er fjórtán mánaða. Hann er með banvænan hjartagalla og foreldrar hans, sem búa við kröpp kjör í tjaldi í flóttamannabúðum í Kabúl, eygðu enga von um að bjarga lífi hans. 23.2.2005 00:01
Aðför að landsbyggðinni Stjórn Vinstri grænna í Skagafirði mótmælir hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. 23.2.2005 00:01
Fjölmargir gabbaðir á Netinu Fjöldi Íslendinga hefur orðið fórnarlamb skipulagðrar, alþjóðlegrar glæpastarfsemi, með því einu að láta gabba sig á Netinu. 23.2.2005 00:01
Höfðu samráð í nýju tjónakerfi Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. 23.2.2005 00:01
Metur lánstraustið óbreytt Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. 23.2.2005 00:01
Bæði undrandi og glaður Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. 23.2.2005 00:01
Segir sönnunarbyrði óeðlilega Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. 23.2.2005 00:01
Fargjald til Keflavíkur lækkar Leigubílafargjaldið milli Reykjavíkur og Keflavíkur lækkar um rúmlega tvö þúsund krónur í haust þegar bílstjórar fá leyfi til að aka báðar leiðir með farþega. 23.2.2005 00:01
Mótmæla Bush hvar sem hann fer Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer. 23.2.2005 00:01
Sektuð um 60,5 milljónir Tryggingafélögin voru í gær sektuð um 60,5 milljónir af samkeppnisráði vegna ólöglegs verðsamráðs. Tryggingamiðstöðin hefur fallist á að greiða 18,5 milljónir í sekt og VÍS hefur fallist á að greiða 15 milljónir. Sjóvá-Almennar tryggingar eru sektuð um 27 milljónir, en tryggingafélagið hyggst áfrýja niðurstöðunni. 23.2.2005 00:01
Sakar R-listann um lóðabrask Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Reykjavíkurlistann um að hagnast á lóðabraski í borginni við utandagskrárumræður um þróun íbúðaverðs. 23.2.2005 00:01
Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> 23.2.2005 00:01
Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Sjö króna sekt fyrir grammið Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. 22.2.2005 00:01