Innlent

Fólk er misnotað

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að innflutningur á vinnuafli á vegum ólöglegra og óskráðra starfsmannaleiga, sérstaklega frá Lettlandi og Portúgal, sé farinn að hafa mikil áhrif á vinnumarkað á Íslandi. "Þar er verið að misnota fólk og illa með fólk farið. Það er ráðið langt undir þeim kjörum sem gilda hér á landi og það er farið að framkalla breytinga á vinnumarkaði sem eru óásættanlegar," segir hann og kallar á markvissari viðbrögð stjórnmálamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×