Innlent

Vislandia selur þjónustu

Ilona Wilke, eigandi Vislandia, vísaði á GT verktaka og lögmann þeirra, Martein Magnússon, eða Fyrirtækjaskrána í Lettlandi þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í Lettlandi í fyrradag. Hún svaraði öllum spurningum um fyrirtæki sitt og starfsemi þess með þessum sama hætti. Hún vildi ekki segja hvenær hún kæmi næst til Íslands eða hvort hægt væri að fá viðtal þá. Marteinn Magnússon, lögmaður GT verktaka, segist aldrei hafa hitt Ilonu þó að hann eigi eftir að hafa samband við hana og skilji því ekki hvers vegna hún vísi á sig. Hann hafi ekki séð skráningu fyrirtækisins í Lettlandi og viti því ekki nákvæmlega hver sé skráður tilgangur þess. "Eftir því sem ég best veit er hún með skráð fyrirtæki í Lettlandi og veitir ýmiss konar þjónustu. Eitt af því sem hún býður upp á er að þjónusta ákveðna geira hér á landi. Þannig blasir það við mínum umbjóðanda sem kaupir þjónustu af henni eða hennar fyrirtæki. Starfsmennirnir sem hún sendir eru starfsmenn hennar fyrirtækis."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×