Bæði undrandi og glaður 23. febrúar 2005 00:01 Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Sjón var ákaft fagnað þegar hann kom í útgáfuna Bjart í dag til að halda upp á einn mesta heiður sem norrænum rithöfundi getur hlotnast. Skugga-Baldur er rómantísk skáldsaga sem gerist á Íslandi um miðja 19. öld. Bókin hefur stekan, siðferðilegan boðskap og er fallega skrifuð en hún fjallar um stúlku með Downs-heilkenni og hvernig hún tengist lífi og örlögum annarra aðalpersóna. Sjón segist hafa sofið lítið í nótt þar sem hann hafi verið að hugsa um verðlaunin. Síminn hafi hringt klukkan níu í morgun og það hafi verið Soffía Auður Birgisdóttir, annar fulltrúa Íslendinga í dómnefndinni, sem hafi tilkynnt honum að hann hefði unnið verðlaunin. Sjón segist ekki geta sagt annað en að hann hafi verið undrandi og glaður við tíðindin. Spurður hvort hann viti af hverju bókin hans hafi orðið fyrir valinu segist Sjón ekki hafa hugmynd um hvað hafi heillað dómnefndina. Hann hafi þó þóst frá upphafi eiga möguleika á verðalununum því honum þyki bókin afskaplega vel heppnuð. Það hafi eitthvað að segja að annars vegar gerist bókin um miðja 19 .öld og hins vegar sé hún sögð með frekar nýstárlegum aðferðum. Það virðist hafa heillað fólk ásamt því að í innsta kjarna bókarinnar sé mjög sterk siðferðisleg spurning sem skipti fólk máli í dag. Bókin seldist í á annað þúsund eintökum þegar hún kom út hér á landi árið 2003. Hún þykir að mörgu leyti aðgengilegri en fyrri bækur Sjón. Snæbjörn Arngrímsson, útgefandi hjá Bjarti, segir Sjón aldrei hafa verið stóran söluhöfund en með þessari bók hafi hann í fyrsta skipti fengið almenna athygli. Hann hafi frekar verið á kantinum sem tilraunahöfundur en þetta sé fyrsta bókin sem sé aðgengileg fyrir almenning. Sjón er sestur við að skrifa næstu bók og hefur þegar varið töluverðum tíma í rannsóknarvinnu fyrir hana. Hann vill ekki gefa upp um hvað hún fjallar en hún á að koma út á næsta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Sjón var ákaft fagnað þegar hann kom í útgáfuna Bjart í dag til að halda upp á einn mesta heiður sem norrænum rithöfundi getur hlotnast. Skugga-Baldur er rómantísk skáldsaga sem gerist á Íslandi um miðja 19. öld. Bókin hefur stekan, siðferðilegan boðskap og er fallega skrifuð en hún fjallar um stúlku með Downs-heilkenni og hvernig hún tengist lífi og örlögum annarra aðalpersóna. Sjón segist hafa sofið lítið í nótt þar sem hann hafi verið að hugsa um verðlaunin. Síminn hafi hringt klukkan níu í morgun og það hafi verið Soffía Auður Birgisdóttir, annar fulltrúa Íslendinga í dómnefndinni, sem hafi tilkynnt honum að hann hefði unnið verðlaunin. Sjón segist ekki geta sagt annað en að hann hafi verið undrandi og glaður við tíðindin. Spurður hvort hann viti af hverju bókin hans hafi orðið fyrir valinu segist Sjón ekki hafa hugmynd um hvað hafi heillað dómnefndina. Hann hafi þó þóst frá upphafi eiga möguleika á verðalununum því honum þyki bókin afskaplega vel heppnuð. Það hafi eitthvað að segja að annars vegar gerist bókin um miðja 19 .öld og hins vegar sé hún sögð með frekar nýstárlegum aðferðum. Það virðist hafa heillað fólk ásamt því að í innsta kjarna bókarinnar sé mjög sterk siðferðisleg spurning sem skipti fólk máli í dag. Bókin seldist í á annað þúsund eintökum þegar hún kom út hér á landi árið 2003. Hún þykir að mörgu leyti aðgengilegri en fyrri bækur Sjón. Snæbjörn Arngrímsson, útgefandi hjá Bjarti, segir Sjón aldrei hafa verið stóran söluhöfund en með þessari bók hafi hann í fyrsta skipti fengið almenna athygli. Hann hafi frekar verið á kantinum sem tilraunahöfundur en þetta sé fyrsta bókin sem sé aðgengileg fyrir almenning. Sjón er sestur við að skrifa næstu bók og hefur þegar varið töluverðum tíma í rannsóknarvinnu fyrir hana. Hann vill ekki gefa upp um hvað hún fjallar en hún á að koma út á næsta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira