Innlent

Verðlaun fyrir rafræna skráningu

Landlæknisembættið hefur hlotið IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin á aðalfundi IcePro í gær. Um er að ræða fyrsta hluta verkefnis í samstarfi við TM Software þar sem sjálfvirk skeytamiðlun er notuð til að koma bólusetningargögnum frá heilsugæslustöðvum í gagnagrunn Landlæknis. Samskiptin eru dulkóðuð og rafrænt undirrituð. Kerfinu verður komið á í öllu heilbrigðiskerfinu á næstu misserum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×