Innlent

Alltof mikill hraðakstur

Rúmlega 40 bílstjórar voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi í gær og fyrradag. Sævar Finnbogason, varðstjóri í Kópavogi, segir þetta óvenjulega mikið og honum finnst undarlegt að þokan á þriðjudag hafi ekki einu sinni hægt á mönnum. "Ég held að við höfum tekið 30 bílstjóra fyrir hraðakstur á þriðjudag og erum búnir að taka um tíu á miðvikudag. Þetta eru alltof mörg tilfelli á svona stuttum tíma." Sævar segir að bílstjórar hafi verið teknir fyrir hraðakstur um allan bæ, jafnt innan íbúðahverfa sem utan. Öll málin verða kærð til lögreglu og þeir sem keyra of hratt fá jafnan háar fésektir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×