Umsátursástand á fasteignamarkaði 22. febrúar 2005 00:01 Rúmlega 90 þúsund samningar um kaup á húsnæði hafa verið undirritaðir síðastliðin tíu ár og má gera því skóna að stór hluti þjóðarinnar hafi flust búferlum einu sinni eða oftar á þessum tíma. Mikill meirihluti allra kaupsamninga hefur verið á suðvesturhorninu en salan hefur líka tekið fjörkipp annars staðar á landinu - að Vestfjörðum undanskildum. Athyglisvert er að spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en á suðvesturhorninu eins og sakir standa. Fasteignasalar í bænum segja að umsátursástand ríki um þær fáu eignir sem þar koma til sölu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir þessa þróun afar ánægjulega. "Þetta er að mínu viti einn besti mælikvarðinn á að hér sé það samfélag sem fólk fýsir að taka þátt í en vissulega hefur þessi þróun verið mun örari en okkur óraði fyrir. Vilji bæjaryfirvalda er að bregðast hratt við og það erum við að gera með auknu lóðaframboði." Áþekkt ástand er að skapast á fasteignamarkaði austanlands. Fólksfjölgun eystra hefur þó ekki verið með þeim hætti sem spáð var í ljósi stórframkvæmda á svæðinu en er þó næg til að skapa talsverða spennu á íbúðamarkaðnum á Austurlandi. Eina svæðið á landinu sem situr eftir í þessum efnum eru Vestfirðir en þar hefur verð á húsnæði staðið í stað og er í engum takti við aðra landsfjórðunga. Þingmenn svæðisins hafa eðlilega af þessu þungar áhyggjur og er Einar K. Guðfinnsson einn af þeim. "Þetta er lýsandi dæmi um bága félagslega stöðu Vestfjarða. Ég hef þó þær fregnir frá fasteignasala á Ísafirði að það sé eitthvað að birta til um þessar mundir en staðan er sannarlega önnur á Vestfjörðum en annars staðar á landinu." Einar segir að sú hækkun húsnæðisverðs sem orðið hefur undanfarna mánuði og ár sé út úr kortinu ef mið er tekið af launaþróun á sama tíma. "Ég óttast að þær verðhækkanir sem orðið hafa eigi eftir að koma í bakið á fólki þegar fram líða stundir því þær hafa verið langt umfram launahækkanir. Það sjá það allir í hendi sér að fjárskuldbindingar upp á tugi milljóna króna fyrir venjulegan launamann geta ekki staðist til lengdar og mín skoðun er sú að ástandið í þessum málum í Reykjavík sé dæmi um bólu sem annaðhvort springur eða hjaðnar fyrr en síðar." Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Rúmlega 90 þúsund samningar um kaup á húsnæði hafa verið undirritaðir síðastliðin tíu ár og má gera því skóna að stór hluti þjóðarinnar hafi flust búferlum einu sinni eða oftar á þessum tíma. Mikill meirihluti allra kaupsamninga hefur verið á suðvesturhorninu en salan hefur líka tekið fjörkipp annars staðar á landinu - að Vestfjörðum undanskildum. Athyglisvert er að spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en á suðvesturhorninu eins og sakir standa. Fasteignasalar í bænum segja að umsátursástand ríki um þær fáu eignir sem þar koma til sölu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir þessa þróun afar ánægjulega. "Þetta er að mínu viti einn besti mælikvarðinn á að hér sé það samfélag sem fólk fýsir að taka þátt í en vissulega hefur þessi þróun verið mun örari en okkur óraði fyrir. Vilji bæjaryfirvalda er að bregðast hratt við og það erum við að gera með auknu lóðaframboði." Áþekkt ástand er að skapast á fasteignamarkaði austanlands. Fólksfjölgun eystra hefur þó ekki verið með þeim hætti sem spáð var í ljósi stórframkvæmda á svæðinu en er þó næg til að skapa talsverða spennu á íbúðamarkaðnum á Austurlandi. Eina svæðið á landinu sem situr eftir í þessum efnum eru Vestfirðir en þar hefur verð á húsnæði staðið í stað og er í engum takti við aðra landsfjórðunga. Þingmenn svæðisins hafa eðlilega af þessu þungar áhyggjur og er Einar K. Guðfinnsson einn af þeim. "Þetta er lýsandi dæmi um bága félagslega stöðu Vestfjarða. Ég hef þó þær fregnir frá fasteignasala á Ísafirði að það sé eitthvað að birta til um þessar mundir en staðan er sannarlega önnur á Vestfjörðum en annars staðar á landinu." Einar segir að sú hækkun húsnæðisverðs sem orðið hefur undanfarna mánuði og ár sé út úr kortinu ef mið er tekið af launaþróun á sama tíma. "Ég óttast að þær verðhækkanir sem orðið hafa eigi eftir að koma í bakið á fólki þegar fram líða stundir því þær hafa verið langt umfram launahækkanir. Það sjá það allir í hendi sér að fjárskuldbindingar upp á tugi milljóna króna fyrir venjulegan launamann geta ekki staðist til lengdar og mín skoðun er sú að ástandið í þessum málum í Reykjavík sé dæmi um bólu sem annaðhvort springur eða hjaðnar fyrr en síðar."
Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira