Fleiri fréttir Sprenging í Sómalíu fellir tvo Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni. 17.2.2005 00:01 Eldur í bílskúr í Keflavík Eldur kom upp í bílskúr í Keflavík seint í gærkvöldi en búið er í bílskúrunum. Íbúinn var ekki heima en þegar nágrannar urðu varir við reyk var kallað á slökkvilið. 17.2.2005 00:01 Níu umferðaróhöpp á Akureyri Níu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og til klukkan átján í gær sem er óvenju mikið þar í bæ. Flest óhöppin voru minniháttar en þó slasaðist einn í hörðum árekstri. 17.2.2005 00:01 ESB-baráttan að hefjast Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta. 17.2.2005 00:01 20-50 þúsund fyrir yfirbókun Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda. 17.2.2005 00:01 Stálu heilli búslóð Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í bílskúr í Breiðholti í gærkvöldi en þar var heil búslóð geymd. Fyrr um daginn brutust þjófar inn í einbýlishús í Árbæjarhverfi og stálu þaðan meðal annars tveimur tölvum og stóru sjónvarpi. 17.2.2005 00:01 Sharon líklega ekki ákærður Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun. 17.2.2005 00:01 Norðmenn sniðgangi skoskt viskí Norski þingmaðurinn Ivar Kristiansen skorar á norska neytendur að sniðganga skoskt viskí í vínbúðum í mótmælaskyni við aðför skoskra laxeldismanna að norsku laxeldi. Hann segir að Skotarnir beiti Evrópusambandinu fyrir sig til að vernda eigin hagsmuni á kostnað Norðmanna. 17.2.2005 00:01 Fuglaflensan ógnar enn Víetnam Yfirvöld í Víetnam íhuga nú hvað skuli gera til að stemma stigu við fuglaflensunni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. Þrettán manns hafa látist af völdum flensunnar síðastliðnar vikur. Til tals hefur komið að slátra öllum hænsfuglum sem fyrirfinnast í Víetnam en sú hugmynd hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá mörgum bóndanum í landinu. 17.2.2005 00:01 Kínverjar stærstu neytendurnir Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu. 17.2.2005 00:01 Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. 17.2.2005 00:01 Sharon ekki ákærður Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. 17.2.2005 00:01 Meðlimir ETA handteknir Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum. 17.2.2005 00:01 Vilja afsögn ríkisstjórnarinnar Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Líbanons um að segja af sér. Stjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Sýrlandi og hefur óánægja í garð hennar aukist eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var ráðinn af dögum. 17.2.2005 00:01 Strætisvagn eyðilagðist í eldi Strætisvagn eyðilagðist í eldi á Sæbraut á móts við gamla Útvarpshúsið á níunda tímanum í morgun en engan sakaði. Vagninn er ekki nema tveggja ára af Scania-gerð og eru 28 álíka vagnar í flota Strætó. 17.2.2005 00:01 Grunaður um aðild að mannráninu Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem hann er grunaður um aðild á ráninu á Fabian Bengtsson. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni maðurinn er en segir þó að hann sé hvorki Dani né Svíi. Foreldrar hans búa þó í Danmörku. 17.2.2005 00:01 Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. 17.2.2005 00:01 Fischer: Skelfileg vonbrigði Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. 17.2.2005 00:01 Væri ekki á leið til lýðræðis Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis. 17.2.2005 00:01 Kristinn ekki sigurvegari Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. 17.2.2005 00:01 Þyrlan sótti mann fyrir austan Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í hádeginu til að sækja mann austur fyrir fjall sem hafði fengið hjartaáfall. Þyrlan var snör í snúningum og lenti við Landspítalann í Fossvogi korter fyrir tvö þar sem maðurinn gekkst þegar undir aðgerð. 17.2.2005 00:01 4 látnir í sprengingu í Taílandi Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 40 særðir, sumir lífshættulega, eftir að sprengja sprakk í fjölfarinni götu, nærri vinsælu hóteli, í ferðamannabænum Sungai Kolok í Taílandi fyrir stundu. Forsætisráðherra Taílands var staddur í bænum fyrr í dag en samkvæmt Reuters-fréttastofunni var hann farinn frá Sungai Kolok þegar sprengingin varð. 17.2.2005 00:01 Viðskipti Íslands og Kína rædd Ráðstefnan um viðskipti milli Íslands og Kína á vegum Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldin á Grand Hótel í næstu viku. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heiðursgestur ráðstefnunnar. 17.2.2005 00:01 Yfirmaður allrar leyniþjónustu BNA George Bush hefur skipað John Negroponte, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sem yfirmann allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Embættið er nýtt af nálinni og er stofnun þess liður í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til að reyna að koma í veg fyrir að atburðirnir þann 11. september 2001 endurtaki sig. 17.2.2005 00:01 Starfsmaðurinn saklaus af smyglinu Vegna umfjöllunar DV um fíkniefnasmygl með einu af skipum Eimskips, sem upp komst á síðasta ári, vill félagið koma því á framfæri að starfsmaður þess er ekki viðloðinn málið. 17.2.2005 00:01 Ævintýri sveitavarga "Þetta gekk mjög vel og ég varð ekki var við annað en að góður rómur væri gerður að leik okkar," segir Heiðar Sigurðsson, söngvari og hljómborðsleikari hornfirsku hljómsveitarinnar KUSK sem lék um síðustu helgi á þorrablóti Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. 17.2.2005 00:01 Ekki forstjóri Icelandair Bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður hafa gaman af að vera ruglað saman við nafna sinn, hinn nýráðna forstjóra Icelandair. Sá er hins vegar Ólafsson en ekki Helgason eins og þeir. Skammdegisþreytu er kennt um ruglinginn. </font /></b /> 17.2.2005 00:01 Sættust yfir tindabikkju Ein athyglisverðasta frétt vikunnar er án efa að sættir náðust milli Kristins H. Gunnarssonar og hinna ellefu þingmanna Framsóknarflokksins. Þessi sögulegi atburður átti sér stað á veitingastaðnum Við tjörnina en sá stendur við Templarasund, á ská á móti Alþingishúsinu. 17.2.2005 00:01 Pakkið víkur fyrir Óliver Vegna mikillar aðsóknar verður sýningum Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Óliver haldið áfram út mars en til stóð að hætta þeim í febrúarlok til að koma Pakkinu á móti, næsta verkefni LA, á fjalirnar. 17.2.2005 00:01 Vilja algert reykingabann Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Það sama á við þjónustusvæði utanhúss, séu þau undir föstu eða færanlegu þaki. 17.2.2005 00:01 Gömul fiskiskip seld til Danmerkur Gömul stálfiskiskip, sem eitt af öðru hafa verið að daga uppi á svonefndum dauðadeildum í höfnum víð um land, eru orðin söluvara til Danmerkur þar sem þau eru rifin í brotajárn og ýmis nýtileg tæki seld úr þeim. 17.2.2005 00:01 Fagnaðarefni fyrir foreldra Samþykkt um greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna eru mikið fagnaðarefni, segir móðir langveiks drengs. Hún hefur barist um árabil fyrir framfærslueyri fyrir son sinn og sig, þar sem hún gat ekki unnið úti vegna veikinda hans. </font /></b /> 17.2.2005 00:01 Í einangrun á Hrafnistu Íbúi á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði er nú í einangrun, þar sem mosa - skýkingabaktería hefur ræktast í honum. Þetta er annað tilfellið á fáeinum dögum sem bakterían finnst hér á landi. Hún getur valdið alvarlegum sýkingum ef hún nær sér á strik. </font /></b /> 17.2.2005 00:01 Hafi persónuskilríki við álestur Tillaga um að starfsmenn fyrirtækja, sem þurfa að senda menn til álesturs í híbýli eða aðrar fasteignir, hafi auðkennd persónuskilríki og skilji eftir nafnspjald hjá umráðamanni, er meðal þess sem fram kemur í greinargerð um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu og lögregluna. 17.2.2005 00:01 Bakterían getur verið banvæn Sjúkrahúsbakterían Mosa, sem ræktast hefur í tveimur mönnum hér á landi á undanförnum dögum, getur reynst banvæn, sé hún algjörlega ónæm fyrir sýklalyfjum. 17.2.2005 00:01 Ráðinn upplýsingafulltrúi hjá NATO Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Börk Gunnarsson, kvikmyndagerðarmann og blaðamann, sem upplýsingafulltrúa hjá þjálfunarsveitum Atlantshafsbandalagsins í Írak. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, er Börkur á förum til Ítalíu þar sem hann fer í vikuþjálfun áður en hann tekur við nýja starfinu í Írak. 17.2.2005 00:01 Áfengisgjald lækkað um 30% Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að áfengisgjald á léttvín og bjór verði lækkað um þrjátíu prósent sem myndi þýða mikla lækkun vegna þess hversu áfengisgjaldið vegur þungt í útsöluverði áfengis. 17.2.2005 00:01 Leigði í ósamþykktu húsnæði <font face="Helv" size="2"> Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar leigði herbergi fyrir skjólstæðinga sína í nokkra mánuði í haust í ósamþykktu húsnæði á svæðinu við suðurhöfnina í bænum en var vísað úr leigu þar sem skjólstæðingunum fylgdu ekkert nema vandræði. </font> 17.2.2005 00:01 Viðsnúningur á leigumarkaði Spurn eftir leiguhúsnæði er mun minni en framboðið af því. Þessu valda bætt kjör á fasteignalánamarkaði þannig að fleiri geta keypt sér íbúð en áður. Leiga hefur lítið sem ekkert hækkað síðustu misseri. 17.2.2005 00:01 Fellur portúgalska ríkisstjórnin? Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. 17.2.2005 00:01 Sýknaður en lögmaðurinn sektaður Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af líkamsárás á skemmtistað fyrir tveimur árum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði einnig sektað verjanda mannsins, m.a. fyrir að hafa virt ábendingar dómara að vettugi og gert honum upp skoðanir. 17.2.2005 00:01 Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. 17.2.2005 00:01 Meiri réttur flugfarþega Flugfarþegar eiga rétt á tugþúsunda króna greiðslum verði þeir af flugi fyrir verknað flugfélagsins sem þeir eiga bókað flug með. Þetta er hluti af nýjum reglum Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega sem tóku gildi í gær. 17.2.2005 00:01 Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum. 17.2.2005 00:01 Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum. 17.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sprenging í Sómalíu fellir tvo Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni. 17.2.2005 00:01
Eldur í bílskúr í Keflavík Eldur kom upp í bílskúr í Keflavík seint í gærkvöldi en búið er í bílskúrunum. Íbúinn var ekki heima en þegar nágrannar urðu varir við reyk var kallað á slökkvilið. 17.2.2005 00:01
Níu umferðaróhöpp á Akureyri Níu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og til klukkan átján í gær sem er óvenju mikið þar í bæ. Flest óhöppin voru minniháttar en þó slasaðist einn í hörðum árekstri. 17.2.2005 00:01
ESB-baráttan að hefjast Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta. 17.2.2005 00:01
20-50 þúsund fyrir yfirbókun Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda. 17.2.2005 00:01
Stálu heilli búslóð Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í bílskúr í Breiðholti í gærkvöldi en þar var heil búslóð geymd. Fyrr um daginn brutust þjófar inn í einbýlishús í Árbæjarhverfi og stálu þaðan meðal annars tveimur tölvum og stóru sjónvarpi. 17.2.2005 00:01
Sharon líklega ekki ákærður Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun. 17.2.2005 00:01
Norðmenn sniðgangi skoskt viskí Norski þingmaðurinn Ivar Kristiansen skorar á norska neytendur að sniðganga skoskt viskí í vínbúðum í mótmælaskyni við aðför skoskra laxeldismanna að norsku laxeldi. Hann segir að Skotarnir beiti Evrópusambandinu fyrir sig til að vernda eigin hagsmuni á kostnað Norðmanna. 17.2.2005 00:01
Fuglaflensan ógnar enn Víetnam Yfirvöld í Víetnam íhuga nú hvað skuli gera til að stemma stigu við fuglaflensunni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. Þrettán manns hafa látist af völdum flensunnar síðastliðnar vikur. Til tals hefur komið að slátra öllum hænsfuglum sem fyrirfinnast í Víetnam en sú hugmynd hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá mörgum bóndanum í landinu. 17.2.2005 00:01
Kínverjar stærstu neytendurnir Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu. 17.2.2005 00:01
Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. 17.2.2005 00:01
Sharon ekki ákærður Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. 17.2.2005 00:01
Meðlimir ETA handteknir Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum. 17.2.2005 00:01
Vilja afsögn ríkisstjórnarinnar Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Líbanons um að segja af sér. Stjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Sýrlandi og hefur óánægja í garð hennar aukist eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var ráðinn af dögum. 17.2.2005 00:01
Strætisvagn eyðilagðist í eldi Strætisvagn eyðilagðist í eldi á Sæbraut á móts við gamla Útvarpshúsið á níunda tímanum í morgun en engan sakaði. Vagninn er ekki nema tveggja ára af Scania-gerð og eru 28 álíka vagnar í flota Strætó. 17.2.2005 00:01
Grunaður um aðild að mannráninu Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem hann er grunaður um aðild á ráninu á Fabian Bengtsson. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni maðurinn er en segir þó að hann sé hvorki Dani né Svíi. Foreldrar hans búa þó í Danmörku. 17.2.2005 00:01
Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. 17.2.2005 00:01
Fischer: Skelfileg vonbrigði Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. 17.2.2005 00:01
Væri ekki á leið til lýðræðis Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis. 17.2.2005 00:01
Kristinn ekki sigurvegari Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. 17.2.2005 00:01
Þyrlan sótti mann fyrir austan Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í hádeginu til að sækja mann austur fyrir fjall sem hafði fengið hjartaáfall. Þyrlan var snör í snúningum og lenti við Landspítalann í Fossvogi korter fyrir tvö þar sem maðurinn gekkst þegar undir aðgerð. 17.2.2005 00:01
4 látnir í sprengingu í Taílandi Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 40 særðir, sumir lífshættulega, eftir að sprengja sprakk í fjölfarinni götu, nærri vinsælu hóteli, í ferðamannabænum Sungai Kolok í Taílandi fyrir stundu. Forsætisráðherra Taílands var staddur í bænum fyrr í dag en samkvæmt Reuters-fréttastofunni var hann farinn frá Sungai Kolok þegar sprengingin varð. 17.2.2005 00:01
Viðskipti Íslands og Kína rædd Ráðstefnan um viðskipti milli Íslands og Kína á vegum Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldin á Grand Hótel í næstu viku. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heiðursgestur ráðstefnunnar. 17.2.2005 00:01
Yfirmaður allrar leyniþjónustu BNA George Bush hefur skipað John Negroponte, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sem yfirmann allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Embættið er nýtt af nálinni og er stofnun þess liður í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til að reyna að koma í veg fyrir að atburðirnir þann 11. september 2001 endurtaki sig. 17.2.2005 00:01
Starfsmaðurinn saklaus af smyglinu Vegna umfjöllunar DV um fíkniefnasmygl með einu af skipum Eimskips, sem upp komst á síðasta ári, vill félagið koma því á framfæri að starfsmaður þess er ekki viðloðinn málið. 17.2.2005 00:01
Ævintýri sveitavarga "Þetta gekk mjög vel og ég varð ekki var við annað en að góður rómur væri gerður að leik okkar," segir Heiðar Sigurðsson, söngvari og hljómborðsleikari hornfirsku hljómsveitarinnar KUSK sem lék um síðustu helgi á þorrablóti Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. 17.2.2005 00:01
Ekki forstjóri Icelandair Bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður hafa gaman af að vera ruglað saman við nafna sinn, hinn nýráðna forstjóra Icelandair. Sá er hins vegar Ólafsson en ekki Helgason eins og þeir. Skammdegisþreytu er kennt um ruglinginn. </font /></b /> 17.2.2005 00:01
Sættust yfir tindabikkju Ein athyglisverðasta frétt vikunnar er án efa að sættir náðust milli Kristins H. Gunnarssonar og hinna ellefu þingmanna Framsóknarflokksins. Þessi sögulegi atburður átti sér stað á veitingastaðnum Við tjörnina en sá stendur við Templarasund, á ská á móti Alþingishúsinu. 17.2.2005 00:01
Pakkið víkur fyrir Óliver Vegna mikillar aðsóknar verður sýningum Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Óliver haldið áfram út mars en til stóð að hætta þeim í febrúarlok til að koma Pakkinu á móti, næsta verkefni LA, á fjalirnar. 17.2.2005 00:01
Vilja algert reykingabann Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Það sama á við þjónustusvæði utanhúss, séu þau undir föstu eða færanlegu þaki. 17.2.2005 00:01
Gömul fiskiskip seld til Danmerkur Gömul stálfiskiskip, sem eitt af öðru hafa verið að daga uppi á svonefndum dauðadeildum í höfnum víð um land, eru orðin söluvara til Danmerkur þar sem þau eru rifin í brotajárn og ýmis nýtileg tæki seld úr þeim. 17.2.2005 00:01
Fagnaðarefni fyrir foreldra Samþykkt um greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna eru mikið fagnaðarefni, segir móðir langveiks drengs. Hún hefur barist um árabil fyrir framfærslueyri fyrir son sinn og sig, þar sem hún gat ekki unnið úti vegna veikinda hans. </font /></b /> 17.2.2005 00:01
Í einangrun á Hrafnistu Íbúi á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði er nú í einangrun, þar sem mosa - skýkingabaktería hefur ræktast í honum. Þetta er annað tilfellið á fáeinum dögum sem bakterían finnst hér á landi. Hún getur valdið alvarlegum sýkingum ef hún nær sér á strik. </font /></b /> 17.2.2005 00:01
Hafi persónuskilríki við álestur Tillaga um að starfsmenn fyrirtækja, sem þurfa að senda menn til álesturs í híbýli eða aðrar fasteignir, hafi auðkennd persónuskilríki og skilji eftir nafnspjald hjá umráðamanni, er meðal þess sem fram kemur í greinargerð um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu og lögregluna. 17.2.2005 00:01
Bakterían getur verið banvæn Sjúkrahúsbakterían Mosa, sem ræktast hefur í tveimur mönnum hér á landi á undanförnum dögum, getur reynst banvæn, sé hún algjörlega ónæm fyrir sýklalyfjum. 17.2.2005 00:01
Ráðinn upplýsingafulltrúi hjá NATO Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Börk Gunnarsson, kvikmyndagerðarmann og blaðamann, sem upplýsingafulltrúa hjá þjálfunarsveitum Atlantshafsbandalagsins í Írak. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, er Börkur á förum til Ítalíu þar sem hann fer í vikuþjálfun áður en hann tekur við nýja starfinu í Írak. 17.2.2005 00:01
Áfengisgjald lækkað um 30% Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að áfengisgjald á léttvín og bjór verði lækkað um þrjátíu prósent sem myndi þýða mikla lækkun vegna þess hversu áfengisgjaldið vegur þungt í útsöluverði áfengis. 17.2.2005 00:01
Leigði í ósamþykktu húsnæði <font face="Helv" size="2"> Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar leigði herbergi fyrir skjólstæðinga sína í nokkra mánuði í haust í ósamþykktu húsnæði á svæðinu við suðurhöfnina í bænum en var vísað úr leigu þar sem skjólstæðingunum fylgdu ekkert nema vandræði. </font> 17.2.2005 00:01
Viðsnúningur á leigumarkaði Spurn eftir leiguhúsnæði er mun minni en framboðið af því. Þessu valda bætt kjör á fasteignalánamarkaði þannig að fleiri geta keypt sér íbúð en áður. Leiga hefur lítið sem ekkert hækkað síðustu misseri. 17.2.2005 00:01
Fellur portúgalska ríkisstjórnin? Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. 17.2.2005 00:01
Sýknaður en lögmaðurinn sektaður Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af líkamsárás á skemmtistað fyrir tveimur árum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði einnig sektað verjanda mannsins, m.a. fyrir að hafa virt ábendingar dómara að vettugi og gert honum upp skoðanir. 17.2.2005 00:01
Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. 17.2.2005 00:01
Meiri réttur flugfarþega Flugfarþegar eiga rétt á tugþúsunda króna greiðslum verði þeir af flugi fyrir verknað flugfélagsins sem þeir eiga bókað flug með. Þetta er hluti af nýjum reglum Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega sem tóku gildi í gær. 17.2.2005 00:01
Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum. 17.2.2005 00:01
Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum. 17.2.2005 00:01
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent