Innlent

Níu umferðaróhöpp á Akureyri

Níu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og til klukkan átján í gær sem er óvenju mikið þar í bæ. Flest óhöppin voru minniháttar en þó slasaðist einn í hörðum árekstri. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Í gærkvöldi ók svo einn á staur, annar á grindverk og sá þriðji á annan bíl. Mikil hrina umferðaróhappa var í Reykjavík í gærmorgun og um hádegi hafði verið tilkynnt um hátt í tuttugu árekstra en engin slasaðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×