Innlent

Pakkið víkur fyrir Óliver

Vegna mikillar aðsóknar verður sýningum Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Óliver haldið áfram út mars en til stóð að hætta þeim í febrúarlok til að koma Pakkinu á móti, næsta verkefni LA, á fjalirnar. Þrátt fyrir fjölda aukasýninga á Óliver hafa ekki allir séð sem vilja leikritið og brugðu leikhúsmenn á það ráð að bíða með að frumsýna Pakkið á móti þar til í byrjun apríl. "Viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og við erum í skýjunum," segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×