Innlent

Gömul fiskiskip seld til Danmerkur

Gömul stálfiskiskip, sem eitt af öðru hafa verið að daga uppi á svonefndum dauðadeildum í höfnum víð um land, eru orðin söluvara til Danmerkur þar sem þau eru rifin í brotajárn og ýmis nýtileg tæki seld úr þeim. Næst á þessum útflutningslista eru nú Stokksey ÁR, sem áður hét Heimaey, og Sindri SH, sem áður hét Dagfari ÞH, og voru þekkt skip á sínum tíma. Það er fyrirtækið Sjótak sem annast milligöngu við þennan útflutning og verða þetta þrettándu og fjórtándu skipin sem fyrirtækið annast sölu á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×