Innlent

20-50 þúsund fyrir yfirbókun

MYND/Hilmar
Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Evrópusambandið hefur samþykkt reglur sem kveða á um þetta. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda þegar svona ber undir og mótmæla flugfélög þessu hástöfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×