Innlent

Viðskipti Íslands og Kína rædd

Ráðstefnan um viðskipti milli Íslands og Kína á vegum Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldin á Grand Hótel í næstu viku. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heiðursgestur ráðstefnunnar. Frummælendur verða dr. Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Þorbergur Aðalsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Fisco, Peter Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Kína, og Ragnar Baldursson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×