Fleiri fréttir

Halldór hlusti á flokksmenn sína

Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn.

Laxveiði fer vel af stað

Sumarið hefur farið vel af stað í flestum laxveiðiám landsins. Á Suðvesturlandi og Norðurlandi er veiði í nær öllum ám betri en á sama tíma í fyrra. Vatnsleysi er þó víða og hamlar það enn betri veiði.

Markaðstorg í Bolungarvík

Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun.

Blindir kajakræðarar til Grænlands

Tveir blindir kajakræðarar undirbúa leiðangur meðfram gervallri austurströnd Grænlands, sem þeir leggja í ásamt tveimur aðstoðarmönnum 29. júlí. Tilgangurinn er að sýna fram á að blindir og sjónskertir geti tekið virkan þátt í samfélaginu fái þeir tækifæri til þess.

Íslenskur olíuhreinsunarplógur

Fyrrverandi vélstjóri á olíuflutningaskipi hannaði olíuhreinsunarplóg í hjáverkum. Eftir að hann hætti að vinna hefur hann einbeitt sér að því að markaðssetja plóginn og hafa erlend fyrirtæki sýnt honum áhuga.

Baráttan gegn eyðni gengur of hægt

Baráttan gegn alnæmi gengur of hægt, ekki síst þar sem ráðamenn um víða veröld hafa ekki horfst í augu við vandann og tekið á honum. Þetta sagði Kofi Annan á ráðstefnu um vána í dag. Fjórtán þúsund smitast af HIV-veirunni daglega og fæstir fá nokkra aðhlynningu.

Hákarlaárás í Ástralíu

Tveir risavaxnir, hvítir hákarlar réðust í gær á þrítugan brimbrettakappa suður af borginni Perth í Ástralíu. Fimm metra langur hákarl réðst á Brad Smith þar sem hann var á bretti sínu, og annar þriggja metra langur hákarl svamlaði í kring.

3000 leita að vitsmunaverum

Þrjú þúsund Íslendingar taka daglega þátt í leit að vitsmunaverum á öðrum plánetum. Á þriðja hundrað erlendra vísindamanna mun sækja ráðstefnu um byggilega hnetti, sem hefst í Háskólabíói á morgun. Vísindamennirnir sem hingað koma eru frá mörgum þekktustu fræðasetrum heimsins.

Notkun geðlyfja tvöfaldast

Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming.

Ætla að hunsa úrskurð dómstólsins

Alþjóðadómstólnum í Haag er kennt um sprengjuárás í Tel Aviv í morgun. Ísraelar segja árásina sýna nauðsyn öryggismúrsins og ætla að hunsa úrskurð dómstólsins um að hann brjóti í bága við alþjóðalög.

Tveir bílar fjarlægðir

Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt.

Frumvarpið ekki afturkallað

Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að ekki hafi komið til tals að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið nýja sem er til umfjöllunar í nefndinni. Hann segir að unnið sé af fullum heilindum í málinu.

Bosnía grætur

Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnaratburðanna sem urðu í Srebrenica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönnum Serba.

Deiliskipulag endurskoðað

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut.

Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð hækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi sé miðað við þróun fasteignaverðs frá árinu 1990 að því er kemur fram í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni.

Óánægður með matinn

Franskur fangi sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð og mannát á árum áður notaði tækifærið nýlega til að bragða á öðrum fanga þegar verið var að dreifa hádegismat í fangelsinu.

Sýkingarhætta á sjúkrahúsum

Breska heilbrigðisráðuneytið hyggst senda eftirlitsfólk inn á spítala landsins á þriggja mánaða fresti til að gera úttekt á hreinlæti starfsfólks en á því hefur borið að sýkingar innan spítala hafi margfaldast síðustu árin.

Róttækar breytingar á vegamálum

Hægt er að minnka umferð á þjóðvegum Bretlands um helming með róttækum aðferðum sem breska samgönguráðuneytið er að skoða. Er um nokkurs konar vegatoll að ræða en þó ekki með því móti sem margir þekkja frá Evrópu þar sem ekið verður gegnum sérstök tollhlið. Bretarnir sýna því meiri áhuga að nota gervihnattatækni til að rukka breska ökumenn

Lestur á undanhaldi

Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjunum lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002.

Náðu ekki markmiðum sínum

Á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmisvandann á heimsvísu sem fram fer í Bankok í Taílandi hefur komið fram gagnrýni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Athugasemdir eru gerðar við að stofnuninni hafi ekki tekist að framfylgja þeim markmiðum sínum að koma þrem milljónum fátækra sjúklinga til hjálpar með lyfjum.

Einn lést og tugir slösuðust

Öflug sprengja varð einum að bana og særði minnst 30 aðra í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærmorgun. Lýstu herskáir Palestínumenn sprengingunni á hendur sér skömmu síðar en þetta mun vera fyrsta sprengjuárás þeirra síðan í mars.

Húsbátar í stað sumarhúsa

Sífellt fleiri Danir varpa hugmyndinni um sumarhús fyrir róða og kaupa sér húsbát í staðinn en með þeim hætti fæst eigulegur sumarbústaður með útsýn til hafs á mun lægra verði en dýr eign á landi.

Kólígerlar lífsseigari en talið

Greint er frá því í Danmörku að samkvæmt rannsóknarverkefni sem þar fór fram eru kólígerlar í vatni mun lífsseigari en áður var talið. Hefur hingað til þumalputtareglan verið sú að gerlar af þessari tegund lifa ekki í drykkjarvatni lengur en nokkra daga en Danirnir hafa uppgötvað að bakteríurnar geta þrifist margar vikur ef aðstæður eru réttar.

Keyrði á hund og ók burt

Mikill söknuður ríkir á heimili Benedikts Ólafssonar og fjölskyldu eftir að annar hunda þeirra, Pjakkur, hljóp fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudagseftirmiðdag

Herfileg staða Framsóknarflokksins

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálfstæðisflokknum sé að verða honum og flokknum mjög erfiður.

Alvarleg skilaboð til Framsóknar

Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn.

Rauða spjaldið á Framsókn

Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.

Framsókn í erfiðleikum

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út.

Afraksturinn kemur í ljós

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna.

68 prósent vilja að Davíð hætti

Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum.

Davíð ekki eins sterkur og áður

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að augljóst sé á niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um hvort Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september, að stór hluti sjálfstæðismanna sé sáttur við foringja sinn.

Vilja þingsályktun í stað laga

Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg.

Losa fisk úr flutningabíl

Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi var kölluð út kl.6:30 í morgun eftir að fiskflutningabíll valt á móts við afleggjarann upp í Hítardal á Snæfellsnesvegi. Engin slys urðu á fólki en tæma þurfti flutningabílinn af fisknum sem hann var að flytja og voru björgunarsveitarmenn að störfum til kl.9 í morgun.

Ritstjóri rússneska Forbes myrtur

Ritstjóri rússnesku útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes var skotinn til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins í Moskvu í gærkvöldi. Paul Khlebnikov var nýkominn út af skrifstofu sinni þegar bifreið ók upp að honum og hann var skotinn nokkrum sinnum.

Blair íhugaði afsögn

Tony Blair býr sig undir pólitíska orrahríð í næstu viku. Þá er væntanleg skýrsla um gallaðar upplýsingar sem lagðar voru stríðinu í Írak til grundvallar, auk þess sem aukakosningar fara fram sem talið er að Verkamannaflokkurinn gjörtapi. 

Framlengja ekki veru hersveita

Myndbandsupptaka af filipseyskum gísl í Írak var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sést maðurinn biðja Gloriu Macapagal, forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak og þar með þyrma lífi mannsins.

Leiðir ekki til minni matarlystar

Það er ekki ýkja langt síðan að fréttir af hormóninu FYY breiddust sem eldur í sinu út um heimsbyggðina. FYY átti að vera lausn allra offituvandamála, slá á matarlyst og leiða til þess að fólk léttist.

Stakk sig á nál í vinnuskólanum

Ung stúlka stakk sig til blóðs á sprautunál í blómabeði, þegar hún var að störfum í einkagarði í austurbæ Reykjavíkur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur á miðvikudaginn var. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús til að athuga hvort hún hefði orðið fyrir sýkingu og veita henni viðeigandi meðferð.

Listrænn laugardagur í miðbænum

Í dag verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg haldinn í miðbæ Reykjavíkur. Mögnuð miðborg er yfirskrift skipulagðrar dagskrár í sumar í miðborg Reykjavíkur. Takmarkið er að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í miðborginni.

73 % á móti frumvarpinu

Tæplega 73 prósent Íslendinga eru andvíg fjölmiðlafrumvarpinu nýja, en rúmlega 27 prósent því fylgjandi, ef dæma má af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hringt var í 800 manns en rúm 78 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.

Breytast í hrygnur

Þriðjungur hænga í breskum ám er að breytast í hrygnur vegna mengunar. Einkum eru það hormónaleifar í skólpi, ekki síst vegna getnaðarvarnarpilla, sem taldar eru valda þessu. Breska umhverfisstofnunin gerði rannsókn á 1500 fiskum í 50 breskum ám, og komst að því að ríflega þriðjungur hænga sýni merki þess að kynskiptast.

Sambandsleysið algjört

Dómur verður upp kveðinn í lok mánaðarins í sakamáli á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Jóni Árna er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna af eftirmenntagjaldi rafeindavirkja. Sækjanda í málinu þótti sambandsleysið algjört í greiðslukerfi eftirmenntunarsjóðs rafvirkja.

Síminn braut samkeppnislög

Síminn braut samkeppnislög með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum," að því er fram kemur í bráðabirgðaákvörðun Samkeppnisstofnunar frá því í gær, föstudaginn 9. júlí. Frá og með birtingu ákvörðunarinnar er Símanum því óheimilt að kynna þetta áskriftartilboð eða skrá nýja viðskiptavini samkvæmt því.

Tvö andstæð lögfræðiálit

Allsherjarnefnd Alþingis hefur fengið tvö algerlega andstæð lögfræðiálit um heimild ríkisstjórnarinnar til að leggja fram nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga um leið og fjölmiðlalögin, sem forseti synjaði staðfestingar, voru felld úr gildi og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að engu gerðar.

Dönsk - sænsk orðabók

Í fyrsta sinn í 50 ár verður gefin út dönsk/sænsk orðabók, segir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að Danir eigi í jafn miklum erfiðleikum með að skilja Svía eins og Svíar Dani. Svíar eigi auðveldara með að lesa dönsku en skilja og tala hana en Dönum finnist jafn erfitt að lesa og skilja sænskuna.

Sjá næstu 50 fréttir