Fleiri fréttir

Kynferðisbrotum fjölgar

Kynferðisafbrotum gegn börnum og fíkniefnabrotum fjölgaði stórlega á árinu 2003, samanborið við árið á undan. Í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík má lesa að Íslendingar séu að verða löghlýðnari. Hins vegar er aukning brota í þeim þeim málaflokkum sem menn vilja síst sjá þau.

Milljarða lottóvinningur

Ævintýrin gerast enn. 68 ára ræstingakona gaf sig fram í gær með vinningsmiða í bandaríska lottóinu. Hún vann hvorki meira né minna en tæplega tuttugu og tvo milljarða króna.

Vill gefa saman samkynhneigð pör

Allsherjargoði vill fá leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör. Hann segir óeðlilegt að sömu lög gildi um öll trúfélög, enda taki þau umfram allt mið af þjóðkirkjunni. Hann segir eðlilegt að hvert trúfélag ákveði sjálft hvort það leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra.

Strætó frjálst að fá upplýsingar

Persónuvernd gerði ekki neinar athugasemdir við að lögregla veitti Strætó upplýsingar um hvort maður sem sækti um vinnu sem vagnstjóri hefði tilskilin réttindi. Framkvæmdastjóri Strætós notaði tregðu á slíku sem afsökun fyrir því að próflaus vagnstjóri fékk vinnu hjá fyrirtækinu.

Skólastofur í bústöðum

Nemendum, sem hefur verið bjargað um skólavist í framhaldsskóla næsta vetur, verður meðal annars komið fyrir í sumarhúsum á lóðum Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans við Hamrahlíð. Framhaldsskólarnir taka við nemendunum í þeirri von að byggt verði við skólana innan skamms.

Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi

Talið er fullvíst að alþjóðlegur glæpahringur standi á bak við tilraun nígerískrar konu til að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Sams konar mál hafa komið upp í nágrannalöndunum undanfarnar vikur.

Ekkert athugavert við málatilbúnað

Jón Sveinsson lögmaður sem sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sér ekkert athugavert við málatilbúnað ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlafrumvarpsins nýja. Jón Sveinsson og Eiríkur Tómasson lagaprófessor eru helstu ráðgjafar Framsóknarflokksins um lögfræðileg málefni. Mismunandi afstaða þeirra bendir til þess að Framsóknarmenn séu klofnir í málinu.

Hunsa fyrirmæli Evrópusambands

Evrópusambandið hefur nú gefið Bretum sínu þriðju og síðustu aðvörun vegna aðgerða breskra tollayfirvalda sem sýna mikla hörku gagnvart þeim þegnum sínum sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum Evrópusambandslöndum.

Dæmdur til lífstíðarfangelsis

Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfsmanna hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Kom í ljós við yfirheyrslur að vísindamaðurinn, Richard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið.

Sameining á döfinni

Líklegt þykir að þrjú sveitarfélög á Fjótsdalshéraði fyrir austan land, Austur- og Norður-Héruð og Fellahreppur, verði sameinuð innan tíðar. Var það samþykkt á sérstökum fundi sveitarstjórnanna í fyrrakvöld

Alnæmi heftir framþróun ríkja

Alþjóðavinnumálastofnunin gerir ráð fyrir að allt að 50 milljón manns á vinnufærum aldri muni láta lífið úr alnæmi á næstu fimm árum. Telur stofnunin að slíkt eigi eftir að hafa alvarleg efnahagsleg áhrif víða um heim og telur mjög brýnt að auka baráttuna gegn þessum skæða faraldri hið fyrsta.

Blair íhugaði afsögn

Félagar og vinir þurftu að beita Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fortölum til að koma í veg fyrir að hann segði af sér embætti sínu í síðasta mánuði. Frá þessi var skýrt á BBC í gær

Framsóknarflokkur minnstur

Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi.

Stuðningur við stjórnina dalar enn

Ríkisstjórn Íslands nýtur stuðnings 34,5 prósent kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins en 65,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru andvígir stjórninni. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá því í maí þegar 30,9 prósent sögðust styðja stjórnina.

Hafa misst fjórðung stuðningsmanna

Stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, njóta sameiginlega fylgis tæplega 40 prósent þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá síðari hluta maí hefur sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna ekki mælst minna í könnunum blaðsins.

Síminn ósammála Samkeppnisstofnun

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðarði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppnislög.

Breytingar á frumvarpi hugsanlegar

Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að fjölmiðlafrumvarpið muni taka breytingum í meðferð allsherjarnefndar. Fjármálaráðherra boðaði það í ræðu á Alþingi. Stjórnarþingmenn telja að stjórnarandstaðan muni hafna hvaða breytingartillögum sem er. </font /></b />

Múrinn stenst ekki alþjóðalög

Öryggismúr Ísraels brýtur í bága við alþjóðalög og heftir ferðafrelsi Palestínumanna ásamt atvinnufrelsi og frelsi til að leita menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag, sem dregur einnig í efa að múrinn þjóni í raun öryggishagsmunum Ísraels.

Brotist inn í þrjá bústaði

Brotist hefur verið inn í þrjá sumarbústaði í Miðhúsaskógi í Biskupstungum, en óljóst er hversu miklu hefur verið stolið. Þegar eigandi eins bústaðarins kom að honum í gærkvöldi varð hann þess var að þar höfðu þjófar verið á ferð og rótað í öllu innanstokks. Fljótlega sá hann að einnig hafði verið brotist inn í tvo næstu bústaði og ætlar lögregla að kanna hvort víðar hafi verið brotist inn á svæðinu.

Lítill kraftur í loðnuveiðum

Enginn kraftur er enn kominn í loðnuveiðarnar, en sjö skip eru djúpt norðaustur af Horni að leita fyrir sér. Tvö skip fengu góð köst í gærkvöldi en síðan ekki söguna meir. Sjómenn segja að það sé leiðinlegt ástand á loðnunni, eða þá að þeir hafi hreinlega ekki fundið stofninn, aðeins stöku torfur. Nú er auk þess kaldi á miðunum, en bundnar eru vonir við að eitthvað fari að finnast þegar lægir á ný.

Mesta ógn frá 11. september

Ósama bin Laden hvetur fótgönguliða al-Qaeda til stórfelldra hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum á þessu ári. Margs konar upplýsingar hafa borist sem benda til þess að ógnin hafi ekki verið meiri frá árásunum ellefta september.

Porche Ástþórs ekki til

Porche sem boðaður var sem aðalvinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar finnst hvergi. "Mér er ekki kunnugt um að hann hafi flutt inn svona bíl" segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. Í Porche tombólu Ástþórs Magnússonar -- sem hann vill þó ekki kannast við -- er aðalvinningurinn Porsche Cayenne jeppabifreið.

Stofna stjórnmálasamband

Ísland hefur stofnað til stjórnmálasambands við fámennasta ríki Mið-Ameríku, Belís. Fastafulltrúar Íslands og Belís hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Stuart W. Leslie, skrifuðu í New York á miðvikudag undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli landanna.

Fjármagna baráttu gegn smygli

Tóbaksrisinn Philip Morris mun á næstu tólf árum greiða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna til að fjármagna baráttu gegn sígarettusmygli og greiða Evrópusambandinu skaðabætur fyrir smygl.

Smiður í atkvæðagreiðslu

Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að á miðvikudag í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hafi aukaatkvæði dúkkað upp. "Milli atkvæðagreiðslna bættist eitt atkvæði við án þess að nokkur gengi í salinn. Var því fleygt að smiðirnir væru kannski farnir að taka óvart þátt í atkvæðagreiðslum þingsins," segir Siv.

Hitabylgja í Japan

Fjórir hið minnsta hafa látið lífið í gríðarlegri hitabylgju sem gengur yfir Japan þessi dægrin. Yfir áttatíu liggja á sjúkrahúsi, en hitinn náði til að mynda 38 gráðum í skugga skammt norðvestur af Tókyó. Í höfuðborginni sjálfri náði hitinn 35 gráðum. Meðalhiti þar í júlí er 25 gráður.

Stefnumótun háskóla ábótavant

Ríkisendurskoðandi telur stefnumótun um háskólastigið ábótavant og vill láta skoða hvort ekki eigi að tengja fjárveitingar til háskóla við árangur nemenda og skólanna sjálfra. Með því móti tækju fjárveitingar hins opinbera til skólanna meðal annars mið af því hve mörgum einingum nemendur ljúka árlega og hve margar prófgráður skólinn veitir.

Falun Gong mótmælir við sendiráð

Íslenskir Falun Gong iðkendur efndu til mótmæla við Kínverska sendiráðið nú fyrir hádegið. Þeir segja að mótmælin tengist ekki opinberri heimsókn Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, sem hófst í dag.

Samkeppni á bensínmarkaði

Meiri harka virðist hlaupin í samkeppni á í bensínmarkaði en nokkru sinni fyrr og hafa olíufélögin greinilega lækkað álagningu umtalsvert. Bensínverð hér á landi er um það bil fjórum krónum lægra en það var í vor, þegar heimsmarkaðsverð var álíka hátt og það varð í gær. Í gær fór það yfir 450 dollara tonnið og varð þarmeð álíka hátt og það var í maí.

Olíuverð yfir 40 dollara

Olíuverð fór á ný yfir 40 dollara á fatið í morgun, en í lok júní var fatið komið í ríflega 35 dollara og 50 sent í Bandaríkjunum. Verðhækkunin er einkum rakin til aukinnar eftirspurnar eftir bensíni í Bandaríkjunum, en framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna, sem stefnt er að í ágúst, nægir rétt svo til að svara henni.

Dró sér 30 milljónir á átta árum

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands er ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 30 milljónir króna frá skólanum á átta ára tímabili. Hann lýsti yfir sakleysi við aðalmeðferð málsins, sem stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ráku ólöglegt einkafangelsi

Þrír Bandaríkjamenn hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að reka þar ólöglegt einkafangelsi. Svo virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi svo mánuðum skiptir haldið átta Afgönum í fangelsinu. Við yfirheyrslur sögðu Bandaríkjamennirnir, að þeir hefðu viljað taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þeir munu ekki hafa pyntað fanga sína en beitt þá nokkru ofbeldi.

Prófessor fyrir Allsherjarnefnd

Alþingi getur hugsanlega fellt fjölmiðlalögin úr gildi, en með því að setja samtímis ný lög um sama mál, er brotið gegn stjórnarskránni. Þetta er mat Eiríks Tómassonar, lagaprófessors.

Nautin stungu fjóra

Eftir tvo tiltölulega slysalausa daga brást lukkan fjórum hlaupurum sem freistuðu þess að hlaupa á undan nautunum á götum Pamplona í gær. Hlaupararnir fjórir fengu allir að kenna á hornum nautanna sem voru mun sprækari í gær en fyrri daga.

Lögfræðingur segi vitleysu

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að fjölmiðlamálið hefði borið á góma, þótt það hefði ekki beinlínis verið á dagskrá. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en ráðherrarnir hefðu rætt stöðu málsins.

Óvenju viðamiklar flotaæfingar

Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóðurskipaflotadeildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar á heimshöfunum. Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma.

Verða að láta þjóðina ráða

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir, eftir að hafa hlýtt á einn helsta stjórnskipunarfræðing landsins, Eirík Tómasson lagaprófessor, á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Að ríkisstjórninni sé ekki stætt á öðru en að láta þjóðina greiða atkvæði um fjölmiðlalögin.

Um 5000 gestir þegar mættir

Umferð til Sauðárkróks er farin að þyngjast nú á öðrum degi landsmóts UMFÍ og tjaldstæði keppenda að verða þétt skipuð. Keppni hefst í dag í flestum greinum en nánari upplýsingar um dagskrá keppninar er að finna á <a href="http://www.landsmotumfi.is/">www.landsmotumfi.is</a>.

KB banki hækkar óverðtryggða vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. júlí. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta nú um mánaðarmót.

Ræða þjóðstjórn í Ísrael

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likud, fundar á morgun með Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins - stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Ísrael - um að flokkarnir taki höndum saman ásamt Shinui um þjóðarstjórn. Ljóst er þó að andstaða er við slíka stjórn í báðum flokkum, einkum þó í Likud.

Heitasti dagur ársins

Í dag er heitasti dagur ársins til þessa. Veður verður bjart og hlýtt í dag og um helgina, allra hlýjast á norður og vesturlandi. Mikill hiti er á Landsmóti Ungmennafélaganna í Skagafirði og segja mótsgestir að hitinn sé nú kominn yfir 25 stig.

Ofmátu vopnabúnað stórlega

Leyniþjónustan CIA veitti rangar upplýsingar í aðdraganda Íraksstríðsins. Þetta er niðurstaða bandarískrar þingnefndar sem kannað hefur forsendur stríðsins.

Konan neitar sök

Ríkissaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur konu frá Sierra Leone, fyrir að hafa flutt hingað til lands yfir fimm þúsund e-töflur, þann tíunda síðasta mánaðar. Efnin fundust í farangri konunnar við komu til Keflavíkurflugvallar, en það vakti mikla athygli að konan er barnshafandi.

Óheimilt að kynna áskriftartilboð

Samskeppnisstofnun úrskurðaði í dag í máli Og Vodafone gegn Landssímanum. Komist var að þeirri niðurstöðu að Landssími Íslands hf. hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum". Landssíma Íslands er því óheimilt að kynna áskriftartilboðið eða skrá nýja viðskiptavini sakmvæmt tilboðinu.

Ætlar ekki að áfrýja

Maðurinn, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, en frestur til þess rann út í dag.

Sjá næstu 50 fréttir