Fleiri fréttir Bretarnir á brott Breskir hermenn, sem verið hafa í haldi íranskra stjórnvalda, hlutu loksins frelsi í morgun . Viðræður milli breskra og íranskra yfirvalda hófust á ný í morgun, eftir að þeim lauk í gær án þess að tekist hefði að ná samkomulagi um framvindu málsins. 24.6.2004 00:01 Lögregla beitir mann ofbeldi Myndbandsupptaka af handtöku bílþjófs hefur vakið hörð viðbrögð í Los Angeles. Á upptökunni sést hvar lögregla króar manninn á stolna bílnum af og hann stekkur út úr bifreiðinni. 24.6.2004 00:01 Tekin af lista ráðuneytisins Hafnarstjórn í Grundarfirði hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að Grundarfjarðarhöfn verði tekin út af lista þrettán hafna þar sem hrefnuveiðibátar geta landað. 24.6.2004 00:01 Síminn höfðar einkamál Síminn mun höfða einkamál á hendur fjórmenningunum sem hlutu dóm í Landssímamálinu. Fyrirtækið telur dóm héraðsdóms leggja grunn að bótaskyldu þeirra. 24.6.2004 00:01 Mikið mannfall í Írak Tugir manna létust og hundruð særðust í samræmdum árásum skæruliða í borgunum Ramadí, Bakúba og Mósúl í morgun. Meðal fallinna eru að minnsta kosti tveir bandarískir hermenn. Harðir bardagar standa einnig yfir í borginni Fallujah. 24.6.2004 00:01 Pentagon neitar pyntingum á Saddam Yfirmenn í Pentagon vísa á bug ásökunum lögfræðings Saddams Hússeins, þess efnis að forsetinn fyrrverandi hafi mátt þola mannréttindabrot í fangavist sinni. Lögfræðingurinn hefur haldið því fram að á Saddam séu nýleg sár og að hann hafi mátt þola pyntingar í líkingu við þær sem átt hafi sér stað í Abu Ghraib fangelsinu. 24.6.2004 00:01 Mættu ekki í Héraðsdóm Fresta varð aðalmeðferð í máli tvíburanna Davíðs Bens og Rúnars Bens Maitslands sem fara átti fram í Héraðdómi Reykjavíkur í dag. Menn, sem kallaðir voru til frá Þýskalandi til að bera vitni í málinu, létu ekki sjá sig. 24.6.2004 00:01 Þjóðarsundrungin aldrei meiri John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir George Bush, forseta Bandaríkjanna, hafa klofið þjóðina meira en nokkur annar forseti í sögunni. Gagnrýni Kerrys kemur í kjölfar þess að repúblikanar meinuðu honum að greiða atkvæði í öldungadeild bandaríkjaþings á þriðjudaginn. 24.6.2004 00:01 Skotfæri úr El Grillo Síðastliðna tvo daga hafa kafarar og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, ásamt áhöfn varðskips, unnið að því að hreinsa skotfæri og önnur hættuleg sprengiefni úr flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar. 24.6.2004 00:01 Loðnan fundin Með samstilltu átaki hnúfubaka, flugmanns og grálúðusjómanna fannst loðnan loksins í gærkvöld, norðaustur af Hornbjargi, og hefur eitt skip þegar fengið góðan afla. Sjómenn og útvegsmenn, og reyndar fleiri sem láta þjóðarhag sig varða, voru orðnir áhygjufullir af því að engin loðna hafði fundist í nokkra mánuði, þrátt fyrir leit. 24.6.2004 00:01 Engar undanþágur vegna fiskimiða Íslendingar munu ekki fá undanþágu vegna fiskveiðiauðlinda sinna, komi til þess að þeir gangi í Evrópusambandið. Þetta hefur Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður eftir æðsta manni sjávarútvegsmála hjá sambandinu. 24.6.2004 00:01 Tillögur um færslu Hringbrautar Við upphaf fundar í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hófst klukkan 14, afhenti átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð tvær tillögur að breytingum á framkvæmdum, sem nú eru hafnar við færslu Hringbrautar. 24.6.2004 00:01 15 ára piltur fær 2ja mánaða dóm Fimmtán ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 24.6.2004 00:01 15 ára piltur stunginn til bana Fimmtán ára breskur drengur var stunginn til bana í verslunarmiðstöð í Fulham, úthverfi Lundúna, í dag. Þrír unglingspiltar sáust flýja frá vettvangi en að sögn lögreglu virðist sem þeir hafi ásælst farsíma drengsins og reynt að ræna honum með fyrrgreindum afleiðingum. Piltarnir eru enn ófundnir. 24.6.2004 00:01 Verslunarmiðstöð í Fjarðarbyggð Fyrsta skóflustungan að verslunarmiðstöð í Fjarðabyggð var tekin í gær. Byggingin verður 2.500 fermetrar að stærð og hefur hlotið nafnið „Molinn“. 24.6.2004 00:01 Nýtt véla- og samgönguminjasafn Nýtt Véla- og samgönguminjasafn verður opnað í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði á laugardag. Á safninu verða meðal annars margs konar bílar frá Ameríku og Evrópu sem sumir hafa verið gerðir upp frá grunni. 24.6.2004 00:01 Bensínverð hærra á landsbyggðinni Bensínverð er mun hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þar sem samkeppnin kemur neytendum til góða. Þetta kemur fram í könnun Neytendasamtakanna þar sem verð á 95 oktana bensíni var kannað í 22 sveitarfélögum. 24.6.2004 00:01 Grænfriðungur féll fyrir Ísafirði Skip Grænfriðunga, Esperansa, yfirgaf Ísafjörð í gærkvöld og hélt áleiðis til Húsavíkur. Haraldur Tryggvason, sem kominn er af hvalföngurum, fylgdi skipinu úr höfn á gúmmíbáti sínum með fána Grænfriðunga blaktandi við hún. 24.6.2004 00:01 Hvannadalshnúkur lækkar Hvannadalshnúkur hefur lækkað um átta metra samkvæmt nýrri mælingu Jöklarannsóknafélags Íslands. Hann mælist nú 2111 metra yfir sjó en hefur hingað til verið skráður 2119 metrar. 24.6.2004 00:01 Siglingaþekking í andaslitrunum? Siglingaþekking Íslendinga virðist vera í andaslitrunum. Í maí síðastliðnum var skrifað undir nýjan kjarasamning skipstjórnarmanna á kaupskipum og við atkvæðagreiðslu um samninginn kom í ljós að hugsanlega er um að ræða næst síðasta kjarasamning sem gerður er fyrir þessa atvinnugrein. 24.6.2004 00:01 Bókhald Landssímans var í ólestri Bókhald Landssímans var í ólestri, reikningar ekki skráðir fyrr en við greiðslu og margir óstemmdir biðreikningar. Þetta sagði Sveinbjörn Kristjánsson fyrir dómi en í gær fékk hann þungan fangelsisdóm vegna Landssímamálsins. 24.6.2004 00:01 Aftaka á íslenskri vefsíðu Myndband sem sýnir uppreisnarmenn í Írak taka gísl af lífi með hrottafengnum hætti var að finna á einni vinsælustu vefsíðu íslenskra unglinga í dag. Umboðsmaður barna gerði athugasemd til lögreglu sem fór fram á að myndbandið yrði fjarlægt. 24.6.2004 00:01 Tvær sprengjuárásir í Tyrklandi Að minnsta kosti þrír létust og fimmtán særðust í sprengingu í strætisvagni í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Þá særðust þrír í minni sprengingu fyrir utan hótel í Ankara í dag. Árásirnar eru taldar tengjast leiðtogafundi NATO sem verður í Istanbúl í næstu viku. </font /> 24.6.2004 00:01 Samræði við 13 ára stúlku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag ungan pilt fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára stúlku. Pilturinn var fimmtán ára þegar hann framdi brotið. 24.6.2004 00:01 Lögregluofbeldi næst á myndband Myndbandsupptaka sem sýnir handtöku bílþjófs hefur vakið hörð viðbrögð í Los Angeles. Á upptökunni sést lögregla reyna að króa manninn af en hann stekkur út úr bílnum og flýr. 24.6.2004 00:01 Sverðið þunga fær að rísa Borgarráð hefur gefið leyfi fyrir því að risastóru víkingasverði verði komið fyrir á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í hálft ár til að kynna opnun safnsins. Snorri Már Skúlason, kynningarstjóri safnsins, segir vonbrigði að leyfið sé einungis tímabundið. 24.6.2004 00:01 Áhorf á fréttir Stöðvar 2 eykst Áhorf á fréttir Stöðvar 2 jókst um tæp 50% á tveimur mánuðum í vor. Á því tímabili var fréttatíminn fluttur fram um hálftíma, til klukkan 18:30. Dagbókarkönnun Gallups fyrir maímánuð leiðir þetta í ljós. 24.6.2004 00:01 Tæplega hundrað týndu lífinu Komið hefur í ljós 92 létust í árásum í sjálfstjórnarhéraðinu Ingúsetíu í suðurhluta Rússlands aðfaranótt þriðjudags. Þá særðust 120 í árásunum. 67 hinna látnu voru liðsmenn rússneskra öryggissveita. 24.6.2004 00:01 Fá ekki undanþágu Bandaríkjamenn hafa gefist upp við að reyna að fá undanþágu fyrir hermenn sína frá því að verða ákærðir fyrir nýjum alþjóðlegum stríðsglæpadómstól, að því er fram kemur á fréttavef BBC. 24.6.2004 00:01 Óveður geisar í Þýskalandi Tveir hafa látist og nokkrir slasast í gríðarlegu óveðri sem hefur geisað í Þýskalandi undanfarna tvo daga. Í óveðrinu hafa tré rifnað upp með rótum, fjölmargir bílar skemmst og þök hreinlega fokið af húsum. 24.6.2004 00:01 Komu Bush mótmælt Sprengja sprakk fyrir framan hótelið þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst dvelja er hann sækir Tyrkland heim um helgina. Lögregluþjónn slasaðist alvarlega í sprengingunni, sem ekki er vitað hver ber ábyrgð á. 24.6.2004 00:01 Lætur ekki undan þrýstingi Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, segist ekki ætla að láta undan þrýstingi Egypta til þess að hefja viðræður við Palestínumenn á ný. Hann fagnar þó áhuga Egypta á því að vinna að öryggismálum á Gaza-svæðinu eftir fyrirhugað brotthvarf ísraelskra hersveita. 24.6.2004 00:01 Verkefnisstjórn skipuð Borgarráð hefur samþykkt að skipa verkefnisstjórn þriggja aðila til að fara með öll málefni tengd menningarminjum í Aðalstræti. 24.6.2004 00:01 500 skotum verður eytt Kafarar og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa á síðustu tveimur dögum fundið rúmlega 500 skotfæri í flaki El Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar. 24.6.2004 00:01 Sleppt úr haldi Írana Írönsk stjórnvöld létu átta breska hermenn af hendi í gær en þeir voru teknir höndum eftir að varðbátar þeirra höfðu siglt inn í íranska landhelgi á mánudag. Mennirnir voru keyrðir í breska sendiráðið í Teheran eftir þriggja daga viðræður fulltrúa landanna. 24.6.2004 00:01 Meiri eyðsla Neysluútgjöld heimilanna hækkuðu um helming frá árinu 1995 sé miðað við meðaltal áranna þriggja 2000-2002. Hækkunin er hlutfallslega mest í síma- og póstkostnað vegna mikillar fjölgunar gsm-símanotkunar síðustu ár. 24.6.2004 00:01 Golfklúbbi mismunað Starfsmannaráð Ríkisspítalanna hefur á þriðju milljón króna í tekjur ár hvert af Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í formi 50 árskorta sem renna til ráðsins. Framkvæmdastjóri golfklúbbsins segir klúbbinn ekki sitja við sama borð og önnur íþróttafélög. 24.6.2004 00:01 Foreldrar útlægir af golfvöllum Guðmundur Magnússon, landsdómari í golfi, vill að reglum Golfsambands Íslands, verði breytt þannig að foreldrar megi ekki vera kylfusveinar þegar börn þeirra eru að keppa. Ástæðan er skapbrestir og ofbeldishneigð foreldranna. 24.6.2004 00:01 Íbúar í miðbænum ósáttir Íbúar við Bergstaðastræti og Spítalastíg í Reykjavík eru ósáttir við fyrirhugaða nýbyggingu sem verður mun hærri en flest íbúðahús á svæðinu. Þeir vilja að skipulagsyfirvöld borgarinnar lengi frest sem íbúar hafa til að gera athugasemdir við deiliskipulag. 24.6.2004 00:01 Villtar kanínur rannsakaðar Kanínur í Öskjuhlíðinni voru tæplega sextíu í fyrrasumar. Þær geta fjölgað sér hratt og gotið þremur til fimm ungum í einu á fimm mánaða tímabili frá mars til september. Meðgöngutími kanína er 28-33 dagar, segir í framvinduskýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur í fyrrasumar. 24.6.2004 00:01 Ný stjórnarskrá breytir engu "Það er rangt í þessari frétt að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins geri Íslendingum og Norðmönnum ókleift að ganga í sambandið," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum ESB, vegna fréttar norska blaðsins Fiskaren. 24.6.2004 00:01 Gyðingar flýja andúð í Evrópu Gósentíð er nú hjá fasteignasölum í Ísrael þar sem mikil aukning hefur orðið á þeim fjölda gyðinga sem flytja búferlum til landsins vegna vaxandi andúðar sem þeir finna fyrir víða í Evrópu. 24.6.2004 00:01 Öryggisreglur Kárahnjúka hertar Búist er við tugþúsundum ferðamanna að Kárahnjúkum í sumar. Öryggisreglur hafa verið hertar en brögð hafa verið að því að ferðamenn fari inn á bannsvæði. 24.6.2004 00:01 Fyrsta fataverslunin Fyrsta fataverslunin í Súðavík var opnuð á miðvikudaginn í síðustu viku. Laufey Friðriksdóttir og Genka Jordanovic standa að rekstrinum. Þær hafa flutt inn barnaföt frá Búlgaríu í eitt og hálft ár en ákváðu að opna verslun og samnýta húsnæði með hárgreiðslustofu Laufeyjar. 24.6.2004 00:01 Hverfisgötu lokað við Hlemm Nýjar hugmyndir Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum gera ráð fyrir að Hverfisgötu verði lokað milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. Skipulags- og byggingarnefnd hefur samþykkt að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi svæðisins og stendur hagsmunaaðilakynning yfir. 24.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bretarnir á brott Breskir hermenn, sem verið hafa í haldi íranskra stjórnvalda, hlutu loksins frelsi í morgun . Viðræður milli breskra og íranskra yfirvalda hófust á ný í morgun, eftir að þeim lauk í gær án þess að tekist hefði að ná samkomulagi um framvindu málsins. 24.6.2004 00:01
Lögregla beitir mann ofbeldi Myndbandsupptaka af handtöku bílþjófs hefur vakið hörð viðbrögð í Los Angeles. Á upptökunni sést hvar lögregla króar manninn á stolna bílnum af og hann stekkur út úr bifreiðinni. 24.6.2004 00:01
Tekin af lista ráðuneytisins Hafnarstjórn í Grundarfirði hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að Grundarfjarðarhöfn verði tekin út af lista þrettán hafna þar sem hrefnuveiðibátar geta landað. 24.6.2004 00:01
Síminn höfðar einkamál Síminn mun höfða einkamál á hendur fjórmenningunum sem hlutu dóm í Landssímamálinu. Fyrirtækið telur dóm héraðsdóms leggja grunn að bótaskyldu þeirra. 24.6.2004 00:01
Mikið mannfall í Írak Tugir manna létust og hundruð særðust í samræmdum árásum skæruliða í borgunum Ramadí, Bakúba og Mósúl í morgun. Meðal fallinna eru að minnsta kosti tveir bandarískir hermenn. Harðir bardagar standa einnig yfir í borginni Fallujah. 24.6.2004 00:01
Pentagon neitar pyntingum á Saddam Yfirmenn í Pentagon vísa á bug ásökunum lögfræðings Saddams Hússeins, þess efnis að forsetinn fyrrverandi hafi mátt þola mannréttindabrot í fangavist sinni. Lögfræðingurinn hefur haldið því fram að á Saddam séu nýleg sár og að hann hafi mátt þola pyntingar í líkingu við þær sem átt hafi sér stað í Abu Ghraib fangelsinu. 24.6.2004 00:01
Mættu ekki í Héraðsdóm Fresta varð aðalmeðferð í máli tvíburanna Davíðs Bens og Rúnars Bens Maitslands sem fara átti fram í Héraðdómi Reykjavíkur í dag. Menn, sem kallaðir voru til frá Þýskalandi til að bera vitni í málinu, létu ekki sjá sig. 24.6.2004 00:01
Þjóðarsundrungin aldrei meiri John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir George Bush, forseta Bandaríkjanna, hafa klofið þjóðina meira en nokkur annar forseti í sögunni. Gagnrýni Kerrys kemur í kjölfar þess að repúblikanar meinuðu honum að greiða atkvæði í öldungadeild bandaríkjaþings á þriðjudaginn. 24.6.2004 00:01
Skotfæri úr El Grillo Síðastliðna tvo daga hafa kafarar og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, ásamt áhöfn varðskips, unnið að því að hreinsa skotfæri og önnur hættuleg sprengiefni úr flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar. 24.6.2004 00:01
Loðnan fundin Með samstilltu átaki hnúfubaka, flugmanns og grálúðusjómanna fannst loðnan loksins í gærkvöld, norðaustur af Hornbjargi, og hefur eitt skip þegar fengið góðan afla. Sjómenn og útvegsmenn, og reyndar fleiri sem láta þjóðarhag sig varða, voru orðnir áhygjufullir af því að engin loðna hafði fundist í nokkra mánuði, þrátt fyrir leit. 24.6.2004 00:01
Engar undanþágur vegna fiskimiða Íslendingar munu ekki fá undanþágu vegna fiskveiðiauðlinda sinna, komi til þess að þeir gangi í Evrópusambandið. Þetta hefur Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður eftir æðsta manni sjávarútvegsmála hjá sambandinu. 24.6.2004 00:01
Tillögur um færslu Hringbrautar Við upphaf fundar í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hófst klukkan 14, afhenti átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð tvær tillögur að breytingum á framkvæmdum, sem nú eru hafnar við færslu Hringbrautar. 24.6.2004 00:01
15 ára piltur fær 2ja mánaða dóm Fimmtán ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 24.6.2004 00:01
15 ára piltur stunginn til bana Fimmtán ára breskur drengur var stunginn til bana í verslunarmiðstöð í Fulham, úthverfi Lundúna, í dag. Þrír unglingspiltar sáust flýja frá vettvangi en að sögn lögreglu virðist sem þeir hafi ásælst farsíma drengsins og reynt að ræna honum með fyrrgreindum afleiðingum. Piltarnir eru enn ófundnir. 24.6.2004 00:01
Verslunarmiðstöð í Fjarðarbyggð Fyrsta skóflustungan að verslunarmiðstöð í Fjarðabyggð var tekin í gær. Byggingin verður 2.500 fermetrar að stærð og hefur hlotið nafnið „Molinn“. 24.6.2004 00:01
Nýtt véla- og samgönguminjasafn Nýtt Véla- og samgönguminjasafn verður opnað í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði á laugardag. Á safninu verða meðal annars margs konar bílar frá Ameríku og Evrópu sem sumir hafa verið gerðir upp frá grunni. 24.6.2004 00:01
Bensínverð hærra á landsbyggðinni Bensínverð er mun hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þar sem samkeppnin kemur neytendum til góða. Þetta kemur fram í könnun Neytendasamtakanna þar sem verð á 95 oktana bensíni var kannað í 22 sveitarfélögum. 24.6.2004 00:01
Grænfriðungur féll fyrir Ísafirði Skip Grænfriðunga, Esperansa, yfirgaf Ísafjörð í gærkvöld og hélt áleiðis til Húsavíkur. Haraldur Tryggvason, sem kominn er af hvalföngurum, fylgdi skipinu úr höfn á gúmmíbáti sínum með fána Grænfriðunga blaktandi við hún. 24.6.2004 00:01
Hvannadalshnúkur lækkar Hvannadalshnúkur hefur lækkað um átta metra samkvæmt nýrri mælingu Jöklarannsóknafélags Íslands. Hann mælist nú 2111 metra yfir sjó en hefur hingað til verið skráður 2119 metrar. 24.6.2004 00:01
Siglingaþekking í andaslitrunum? Siglingaþekking Íslendinga virðist vera í andaslitrunum. Í maí síðastliðnum var skrifað undir nýjan kjarasamning skipstjórnarmanna á kaupskipum og við atkvæðagreiðslu um samninginn kom í ljós að hugsanlega er um að ræða næst síðasta kjarasamning sem gerður er fyrir þessa atvinnugrein. 24.6.2004 00:01
Bókhald Landssímans var í ólestri Bókhald Landssímans var í ólestri, reikningar ekki skráðir fyrr en við greiðslu og margir óstemmdir biðreikningar. Þetta sagði Sveinbjörn Kristjánsson fyrir dómi en í gær fékk hann þungan fangelsisdóm vegna Landssímamálsins. 24.6.2004 00:01
Aftaka á íslenskri vefsíðu Myndband sem sýnir uppreisnarmenn í Írak taka gísl af lífi með hrottafengnum hætti var að finna á einni vinsælustu vefsíðu íslenskra unglinga í dag. Umboðsmaður barna gerði athugasemd til lögreglu sem fór fram á að myndbandið yrði fjarlægt. 24.6.2004 00:01
Tvær sprengjuárásir í Tyrklandi Að minnsta kosti þrír létust og fimmtán særðust í sprengingu í strætisvagni í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Þá særðust þrír í minni sprengingu fyrir utan hótel í Ankara í dag. Árásirnar eru taldar tengjast leiðtogafundi NATO sem verður í Istanbúl í næstu viku. </font /> 24.6.2004 00:01
Samræði við 13 ára stúlku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag ungan pilt fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára stúlku. Pilturinn var fimmtán ára þegar hann framdi brotið. 24.6.2004 00:01
Lögregluofbeldi næst á myndband Myndbandsupptaka sem sýnir handtöku bílþjófs hefur vakið hörð viðbrögð í Los Angeles. Á upptökunni sést lögregla reyna að króa manninn af en hann stekkur út úr bílnum og flýr. 24.6.2004 00:01
Sverðið þunga fær að rísa Borgarráð hefur gefið leyfi fyrir því að risastóru víkingasverði verði komið fyrir á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í hálft ár til að kynna opnun safnsins. Snorri Már Skúlason, kynningarstjóri safnsins, segir vonbrigði að leyfið sé einungis tímabundið. 24.6.2004 00:01
Áhorf á fréttir Stöðvar 2 eykst Áhorf á fréttir Stöðvar 2 jókst um tæp 50% á tveimur mánuðum í vor. Á því tímabili var fréttatíminn fluttur fram um hálftíma, til klukkan 18:30. Dagbókarkönnun Gallups fyrir maímánuð leiðir þetta í ljós. 24.6.2004 00:01
Tæplega hundrað týndu lífinu Komið hefur í ljós 92 létust í árásum í sjálfstjórnarhéraðinu Ingúsetíu í suðurhluta Rússlands aðfaranótt þriðjudags. Þá særðust 120 í árásunum. 67 hinna látnu voru liðsmenn rússneskra öryggissveita. 24.6.2004 00:01
Fá ekki undanþágu Bandaríkjamenn hafa gefist upp við að reyna að fá undanþágu fyrir hermenn sína frá því að verða ákærðir fyrir nýjum alþjóðlegum stríðsglæpadómstól, að því er fram kemur á fréttavef BBC. 24.6.2004 00:01
Óveður geisar í Þýskalandi Tveir hafa látist og nokkrir slasast í gríðarlegu óveðri sem hefur geisað í Þýskalandi undanfarna tvo daga. Í óveðrinu hafa tré rifnað upp með rótum, fjölmargir bílar skemmst og þök hreinlega fokið af húsum. 24.6.2004 00:01
Komu Bush mótmælt Sprengja sprakk fyrir framan hótelið þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst dvelja er hann sækir Tyrkland heim um helgina. Lögregluþjónn slasaðist alvarlega í sprengingunni, sem ekki er vitað hver ber ábyrgð á. 24.6.2004 00:01
Lætur ekki undan þrýstingi Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, segist ekki ætla að láta undan þrýstingi Egypta til þess að hefja viðræður við Palestínumenn á ný. Hann fagnar þó áhuga Egypta á því að vinna að öryggismálum á Gaza-svæðinu eftir fyrirhugað brotthvarf ísraelskra hersveita. 24.6.2004 00:01
Verkefnisstjórn skipuð Borgarráð hefur samþykkt að skipa verkefnisstjórn þriggja aðila til að fara með öll málefni tengd menningarminjum í Aðalstræti. 24.6.2004 00:01
500 skotum verður eytt Kafarar og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa á síðustu tveimur dögum fundið rúmlega 500 skotfæri í flaki El Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar. 24.6.2004 00:01
Sleppt úr haldi Írana Írönsk stjórnvöld létu átta breska hermenn af hendi í gær en þeir voru teknir höndum eftir að varðbátar þeirra höfðu siglt inn í íranska landhelgi á mánudag. Mennirnir voru keyrðir í breska sendiráðið í Teheran eftir þriggja daga viðræður fulltrúa landanna. 24.6.2004 00:01
Meiri eyðsla Neysluútgjöld heimilanna hækkuðu um helming frá árinu 1995 sé miðað við meðaltal áranna þriggja 2000-2002. Hækkunin er hlutfallslega mest í síma- og póstkostnað vegna mikillar fjölgunar gsm-símanotkunar síðustu ár. 24.6.2004 00:01
Golfklúbbi mismunað Starfsmannaráð Ríkisspítalanna hefur á þriðju milljón króna í tekjur ár hvert af Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í formi 50 árskorta sem renna til ráðsins. Framkvæmdastjóri golfklúbbsins segir klúbbinn ekki sitja við sama borð og önnur íþróttafélög. 24.6.2004 00:01
Foreldrar útlægir af golfvöllum Guðmundur Magnússon, landsdómari í golfi, vill að reglum Golfsambands Íslands, verði breytt þannig að foreldrar megi ekki vera kylfusveinar þegar börn þeirra eru að keppa. Ástæðan er skapbrestir og ofbeldishneigð foreldranna. 24.6.2004 00:01
Íbúar í miðbænum ósáttir Íbúar við Bergstaðastræti og Spítalastíg í Reykjavík eru ósáttir við fyrirhugaða nýbyggingu sem verður mun hærri en flest íbúðahús á svæðinu. Þeir vilja að skipulagsyfirvöld borgarinnar lengi frest sem íbúar hafa til að gera athugasemdir við deiliskipulag. 24.6.2004 00:01
Villtar kanínur rannsakaðar Kanínur í Öskjuhlíðinni voru tæplega sextíu í fyrrasumar. Þær geta fjölgað sér hratt og gotið þremur til fimm ungum í einu á fimm mánaða tímabili frá mars til september. Meðgöngutími kanína er 28-33 dagar, segir í framvinduskýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur í fyrrasumar. 24.6.2004 00:01
Ný stjórnarskrá breytir engu "Það er rangt í þessari frétt að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins geri Íslendingum og Norðmönnum ókleift að ganga í sambandið," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum ESB, vegna fréttar norska blaðsins Fiskaren. 24.6.2004 00:01
Gyðingar flýja andúð í Evrópu Gósentíð er nú hjá fasteignasölum í Ísrael þar sem mikil aukning hefur orðið á þeim fjölda gyðinga sem flytja búferlum til landsins vegna vaxandi andúðar sem þeir finna fyrir víða í Evrópu. 24.6.2004 00:01
Öryggisreglur Kárahnjúka hertar Búist er við tugþúsundum ferðamanna að Kárahnjúkum í sumar. Öryggisreglur hafa verið hertar en brögð hafa verið að því að ferðamenn fari inn á bannsvæði. 24.6.2004 00:01
Fyrsta fataverslunin Fyrsta fataverslunin í Súðavík var opnuð á miðvikudaginn í síðustu viku. Laufey Friðriksdóttir og Genka Jordanovic standa að rekstrinum. Þær hafa flutt inn barnaföt frá Búlgaríu í eitt og hálft ár en ákváðu að opna verslun og samnýta húsnæði með hárgreiðslustofu Laufeyjar. 24.6.2004 00:01
Hverfisgötu lokað við Hlemm Nýjar hugmyndir Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum gera ráð fyrir að Hverfisgötu verði lokað milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. Skipulags- og byggingarnefnd hefur samþykkt að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi svæðisins og stendur hagsmunaaðilakynning yfir. 24.6.2004 00:01