Erlent

Fá ekki undanþágu

Bandaríkjamenn hafa gefist upp við að reyna að fá undanþágu fyrir hermenn sína frá því að verða ákærðir fyrir nýjum alþjóðlegum stríðsglæpadómstól, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Bandaríkin hafa fengið undanþágu frá ákærum síðastliðin tvö ár með þeim rökum að hersveitir þeirra ættu ekki að verða fórnarlömb illgjarnra ákæra. Tillaga Bandaríkjamanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að fá undanþáguna framlengda hefur verið dregin til baka þar sem hún hlaut ekki nægan stuðning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×