Innlent

Nýtt véla- og samgönguminjasafn

Nýtt Véla- og samgönguminjasafn verður opnað í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði á laugardag. Á safninu verða meðal annars margs konar bílar frá Ameríku og Evrópu sem sumir hafa verið gerðir upp frá grunni. Gunnar Þórðarson fornbílaáhugamaður opnar safnið en hann hefur gert upp bíla og landbúnaðarvélar um árabil. Safnið verður til húsa í 600 fermetra skemmu sem Gunnar hefur reist en til þess fékk hann styrk frá fjárlaganefnd og Byggðastofnun. Á meðfylgjandi mynd gefur að líta einn af bílunum sem sjá má á safninu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×