Erlent

15 ára piltur stunginn til bana

Fimmtán ára breskur drengur var stunginn til bana í verslunarmiðstöð í Fulham, úthverfi Lundúna, í dag. Þrír unglingspiltar sáust flýja frá vettvangi en að sögn lögreglu virðist sem þeir hafi ásælst farsíma drengsins og reynt að ræna honum með fyrrgreindum afleiðingum. Piltarnir eru enn ófundnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×