Erlent

Gyðingar flýja andúð í Evrópu

Gósentíð er nú hjá fasteignasölum í Ísrael þar sem mikil aukning hefur orðið á þeim fjölda gyðinga sem flytja búferlum til landsins vegna vaxandi andúðar sem þeir finna fyrir víða í Evrópu. Hefur sala í dýrum hverfum stærri borga rokið upp og eru þess mörg dæmi að ríkir einstaklingar kaupi sér einbýlishús á góðum stað fyrir allt að hundrað milljónum króna. "Það virðist engu breyta hvaða gyðinga er um að ræða, hvort þeir eru strangtrúaðir eður ei," segir Corrine Davar, einn helsti seljandi lúxusíbúða í landinu. "Mjög margar auðugar fjölskyldur eru á höttunum eftir húsnæði, annað hvort fyrir sig sjálfar eða fyrir unga fólkið sem vill þessa dagana búa hérlendis og ala upp sína eigin fjölskyldu í landi sínu." Ásóknin hefur verið það mikil í betri íbúðir og hús að verð hefur hækkað um tugi prósenta á stuttum tíma. Fasteignamarkaðurinn að öðru leyti er dapur þar sem kreppa hefur ríkt í millistétt landsins og ekki margir aðrir með fé milli handanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×