Spurði Anníe Mist hvort hún væri ófrísk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágústmánuði 2020. Skjámynd/Instagram/@ Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur áður skrifað um það að hún sé viðkvæm fyrir því hvernig maginn hennar lítur út, eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Það hjálpar heldur ekki til að vera að fá sífelldar athugasemdir um hvernig maginn hennar lítur út. Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira