Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 11:02 Heimsmethafinn Armand Duplantis og fótboltastjarnan Aitana Bonmatí þóttu skara fram úr á árinu. Samsett/Getty Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið íþróttafólk ársins sem að þessu sinni kemur úr frjálsum íþróttum og fótbolta. Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar. Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar.
Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira