Setti heimsmet fyrir mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 07:31 Sam King með móður sinni í markinu og með heimsmetsborðann. @fatboysking Það geta ekki margir klárað fimmtíu kílómetra ofurhlaup einu sinni, hvað þá að gera það á næstum því áttíu dögum í röð. Það mikla afrek vann ungur Breti. Sam King setti nýtt heimsmet í ofurmarkaþonghlaupum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra hlaup á hverjum degi á 79 dögum í röð. King gerði þetta fyrir gott málefni en einnig fyrir móður sína. Það sem gerir afrekið nefnilega enn magnaðra er sagan á bak við það. Fyrr á þessu ári lifði móðir Sams af heilablæðingu sem nærri dró hana til dauða. Barðist í gegnum meiðsli, veikindi og lítinn svefn Það sem byrjaði sem fjáröflun fyrir Headway-samtökin í Bretlandi breyttist í mikla þrekraun þar sem Sam mætti dag eftir dag án hvíldar og barðist í gegnum meiðsli, veikindi, lítinn svefn og vetraraðstæður. King hóf áskorunina í september og móðir hans, Penny, var við marklínuna í heimabæ hans, Frinton-on-Sea í Essex, ásamt vinum og fjölskyldu, sem hann sagði að hefði verið „alveg magnað“. Besta sem ég hef upplifað á ævinni „Ég hef ekki leyft mér að hugsa lengra en einn dag í einu og ég hef ekki leyft mér að hugsa um endamarkið, en það sem gerðist rétt í þessu, fyrir framan alla þarna, var eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Sam King við breska ríkisútvarpið. Þessi reyndi þolíþróttahlaupari telur sig hafa slegið heimsmetið fyrir flest ofurmaraþon sem karlmaður hefur hlaupið á samfelldum dögum. King, sem var eitt sinn efsti leikmaður heims í tölvuleiknum Call of Duty, vó um 121 kg fyrir átta árum. Hann glímdi á bak við tjöldin við andlega og líkamlega heilsu sína. Hann lagði skrifborðsáhugamálið á hilluna til að byrja að hlaupa og varð fljótlega heltekinn af erfiðum þolraunum, þar á meðal ofurmaraþonum nálægt Kilimanjaro-fjalli í Tansaníu. View this post on Instagram A post shared by UNREEL (@extremeofficial) En móðir hans fékk lífsbreytandi heilablæðingu fyrr á þessu ári. Hann sagði upp starfi sínu í London og flutti aftur til Essex og hefur síðan hlaupið 50 km á hverjum degi síðustu 79 daga. Eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar King ætlaði upphaflega að takmarka sig við 74 maraþon, eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar áður en hún veiktist, en hækkaði töluna „til að enda á sunnudegi, fyrir utan kirkjuna hennar mömmu“. „Fyrstu vikurnar var ég líka mjög veikur og meiddur á meðan líkaminn var að aðlagast því sem ég var að gera, svo það var erfitt. En ég hef elskað þetta, þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri,“ sagði King. Mestur hluti áskorunarinnar hefur farið fram í Frinton og hann sagðist hafa safnað meira en sextíu þúsund pundum af 74 þúsund punda markmiði sínu. Headway eru bresk góðgerðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði fólks eftir heilaskaða. Þau veita mikilvægan stuðning, þjónustu og upplýsingar til þeirra sem hafa lifað af heilaskaða, fjölskyldna þeirra og umönnunaraðila. View this post on Instagram A post shared by Sam King (Sking) (@fatboysking) Hlaup Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Leik lokið: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Sjá meira
Það mikla afrek vann ungur Breti. Sam King setti nýtt heimsmet í ofurmarkaþonghlaupum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra hlaup á hverjum degi á 79 dögum í röð. King gerði þetta fyrir gott málefni en einnig fyrir móður sína. Það sem gerir afrekið nefnilega enn magnaðra er sagan á bak við það. Fyrr á þessu ári lifði móðir Sams af heilablæðingu sem nærri dró hana til dauða. Barðist í gegnum meiðsli, veikindi og lítinn svefn Það sem byrjaði sem fjáröflun fyrir Headway-samtökin í Bretlandi breyttist í mikla þrekraun þar sem Sam mætti dag eftir dag án hvíldar og barðist í gegnum meiðsli, veikindi, lítinn svefn og vetraraðstæður. King hóf áskorunina í september og móðir hans, Penny, var við marklínuna í heimabæ hans, Frinton-on-Sea í Essex, ásamt vinum og fjölskyldu, sem hann sagði að hefði verið „alveg magnað“. Besta sem ég hef upplifað á ævinni „Ég hef ekki leyft mér að hugsa lengra en einn dag í einu og ég hef ekki leyft mér að hugsa um endamarkið, en það sem gerðist rétt í þessu, fyrir framan alla þarna, var eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Sam King við breska ríkisútvarpið. Þessi reyndi þolíþróttahlaupari telur sig hafa slegið heimsmetið fyrir flest ofurmaraþon sem karlmaður hefur hlaupið á samfelldum dögum. King, sem var eitt sinn efsti leikmaður heims í tölvuleiknum Call of Duty, vó um 121 kg fyrir átta árum. Hann glímdi á bak við tjöldin við andlega og líkamlega heilsu sína. Hann lagði skrifborðsáhugamálið á hilluna til að byrja að hlaupa og varð fljótlega heltekinn af erfiðum þolraunum, þar á meðal ofurmaraþonum nálægt Kilimanjaro-fjalli í Tansaníu. View this post on Instagram A post shared by UNREEL (@extremeofficial) En móðir hans fékk lífsbreytandi heilablæðingu fyrr á þessu ári. Hann sagði upp starfi sínu í London og flutti aftur til Essex og hefur síðan hlaupið 50 km á hverjum degi síðustu 79 daga. Eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar King ætlaði upphaflega að takmarka sig við 74 maraþon, eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar áður en hún veiktist, en hækkaði töluna „til að enda á sunnudegi, fyrir utan kirkjuna hennar mömmu“. „Fyrstu vikurnar var ég líka mjög veikur og meiddur á meðan líkaminn var að aðlagast því sem ég var að gera, svo það var erfitt. En ég hef elskað þetta, þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri,“ sagði King. Mestur hluti áskorunarinnar hefur farið fram í Frinton og hann sagðist hafa safnað meira en sextíu þúsund pundum af 74 þúsund punda markmiði sínu. Headway eru bresk góðgerðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði fólks eftir heilaskaða. Þau veita mikilvægan stuðning, þjónustu og upplýsingar til þeirra sem hafa lifað af heilaskaða, fjölskyldna þeirra og umönnunaraðila. View this post on Instagram A post shared by Sam King (Sking) (@fatboysking)
Hlaup Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Leik lokið: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti