Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 16:32 Það er mikill stærðarmunur á þeim Anthony Joshua og Jake Paul eins og sást vel þegar þeir stilltu sér upp hvor á móti öðrum á blaðamannafundi. Getty/Jesus Olarte Eddie Hearn, umboðsmaður Anthony Joshua, er fullviss um að breski þungavigtarkappinn muni klára dæmið snemma í bardaganum sínum gegn Jake Paul. Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira