Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 08:33 Aryna Sabalenka, besta tenniskona heims, kælir sig niður á Wimbledon-mótinu i sumar. Getty/Ben Whitley Samtök atvinnumanna í tennis, ATP, hafa gefið út nýjar hitareglur sem gilda frá og með keppnistímabilinu 2026. Reglurnar hafa það markmið að verja keppendur fyrir miklum hita í leikjum sínum. ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Tennis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Tennis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira