Lífið samstarf

Spennandi breytingar í GK Reykja­vík – verslunin flutt í Evu

NTC
Svava og Bjössi, eigendur NTC segja spennandi tíma framundan en þau fögnuðu flutningum GK Reykjavík inn í verslunina Evu á Laugavegi 26.
Svava og Bjössi, eigendur NTC segja spennandi tíma framundan en þau fögnuðu flutningum GK Reykjavík inn í verslunina Evu á Laugavegi 26.

Húsfyllir var í versluninni Evu á Laugavegi 26 í gær þegar flutningi GK Reykjavík inn í verslunina var fagnað með pompi og prakt. Svava Johansen var að vonum ánægð með daginn. Hún segir verslanirnar tvær eiga mikla samleið og glæsilegt rýmið á Laugaveginum nýtist nú enn betur.

„Við viljum með breytingunum kynna þessi vönduðu og örlítið yngri merki inn í Evu versluninni þar sem að viðskiptahópur Evu hefur verið aðeins eldri en í GK.

 Þetta eru allt afar vandaðar og glæsilegra vörur, ekkert slegið af þar. 

Við sjáum strax að með því að setja þessi merki þarna inn erum við að fá breiðari hóp inn sem er mjög spennandi,“ segir hún og bætir við að viðskiptavinir Evu hafi tekið breytingunni fagnandi.

„Við komum fyrst að versluninni GK Reykjavík árið 2016 á Skólavörðustíg og höfum farið smá hring með hana síðan þá og gaman að vera komin á Laugaveginn. Mér finnst hann vera að blómstra, mikill fjöldi af verslunum og kaffihúsum sem eru að poppa upp.“

Pop up á Hafnartorgi á hálfvirði

Samhliða verður tímabundin pop-up verslun á Hafnartorgi þar sem valin merkjavara er á hálfvirði. 

„Þar er hægt að finna algjöra gullmola á frábæru verði og um að gera að kíkja við. Við verðum þarna í nokkra mánuði i viðbót,“ segir Svava. „Hafnartorgið er virkilega líflegt svæði með miklu úrvali af mat og drykk og vinsæll viðkomustaður eftir rölt niður Laugaveg og Skólavörðustíg," segir Svava.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.