Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 06:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, talar í Hvíta húsinu en Donald Trump hlustar. HM-bikarinn var kominn á skrifstofu Trump en sleppur vonandi út aftur. Getty/Win McNamee Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Sjá meira
Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Sjá meira