Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:32 Mikaela Shiffrin fagnar með nýjasta hreindýrinu sínu. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira