„Hann plataði mig algerlega“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 12:00 Daniel Jarvis spurði Cameron Munster hvort hann mætti standa við hlið hans í þjóðsöngnum og ástralski landsliðsmaðurinn sagði bara já. x Leikmenn standa hlið við hlið og hlusta á þjóðsöngva keppnisþjóðanna tveggja í byrjun landsleikja í flestum íþróttagreinum. Í leik um síðustu helgi bættist „nýr“ leikmaður óvænt í hópinn hjá öðru liðinu. Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Rugby Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Rugby Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira