„Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2025 12:01 Erika Nótt vill að almennir hnefaleikar verði gerðir löglegir hér á landi. vísir / lýður valberg Erika Nótt Einarsdóttir telur hnefaleikabannið hér á landi vera Íslandi til skammar og vill lögleiða íþróttina að fullu. Erika Nótt er langvinsælasta hnefaleikakona landsins og varð í fyrra fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandamót. Hún telur núverandi regluverk um hnefaleika, þar sem eingöngu áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar eru leyfðir, vera löngu orðið úrelt. „Það myndi gera helling fyrir Ísland að leyfa atvinnumannahnefaleika og þau leyfa þetta ekki afþví þau nenna bara ekki að breyta því eða eitthvað, ég veit það ekki. Það er án djóks engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að vera leyft hérna. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran yfir lönd sem leyfa þetta ekki“ segir Erika og ítrekar kaldhæðnislega að Ísland sé í góðum hópi. „Já, verum bara alveg eins og Norður-Kóreu og Íran, við viljum fylgja þeirra reglum.“ Erika Nótt er sjálf á leið í atvinnumennsku snemma á næsta ári en mun ekki geta barist hér á landi. vísir / lýður valberg „Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga“ Hnefaleikar voru með öllu bannaðir á Íslandi árið 1956, sem var umdeild ákvörðun og er enn, en var fyrst og fremst tekin af öryggisástæðum vegna höfuðhögga. Árið 2002 voru áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar leyfðir, vegna þess að þar er notaður hlífðarbúnaður yfir höfuð, en Erika segir þau rök ekki halda vatni. „Þetta er auðvitað hættuleg íþrótt og mig langar ekki að segja við ykkur að þetta sé bara allt í lagi. Þetta er alveg hættulegt en þetta er líka leyft alls staðar, og þess vegna erum við dómara og reglur sem passa upp á okkur. Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga, sem er það sem er hættulegt. Þær passa bara upp á skurði.“ Er sjálf á leið í atvinnumennsku Erika er sjálf enn áhugamaður en stefnir á atvinnumennsku, eins og hún tilkynnti á IceBox viðburðinum í Kaplakrika síðasta sumar. „Snemma árið 2026 fer ég í atvinnumennsku, það kemur bráðum“ segir Erika en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Box Tengdar fréttir Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30 Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið Sjá meira
Erika Nótt er langvinsælasta hnefaleikakona landsins og varð í fyrra fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandamót. Hún telur núverandi regluverk um hnefaleika, þar sem eingöngu áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar eru leyfðir, vera löngu orðið úrelt. „Það myndi gera helling fyrir Ísland að leyfa atvinnumannahnefaleika og þau leyfa þetta ekki afþví þau nenna bara ekki að breyta því eða eitthvað, ég veit það ekki. Það er án djóks engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að vera leyft hérna. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran yfir lönd sem leyfa þetta ekki“ segir Erika og ítrekar kaldhæðnislega að Ísland sé í góðum hópi. „Já, verum bara alveg eins og Norður-Kóreu og Íran, við viljum fylgja þeirra reglum.“ Erika Nótt er sjálf á leið í atvinnumennsku snemma á næsta ári en mun ekki geta barist hér á landi. vísir / lýður valberg „Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga“ Hnefaleikar voru með öllu bannaðir á Íslandi árið 1956, sem var umdeild ákvörðun og er enn, en var fyrst og fremst tekin af öryggisástæðum vegna höfuðhögga. Árið 2002 voru áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar leyfðir, vegna þess að þar er notaður hlífðarbúnaður yfir höfuð, en Erika segir þau rök ekki halda vatni. „Þetta er auðvitað hættuleg íþrótt og mig langar ekki að segja við ykkur að þetta sé bara allt í lagi. Þetta er alveg hættulegt en þetta er líka leyft alls staðar, og þess vegna erum við dómara og reglur sem passa upp á okkur. Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga, sem er það sem er hættulegt. Þær passa bara upp á skurði.“ Er sjálf á leið í atvinnumennsku Erika er sjálf enn áhugamaður en stefnir á atvinnumennsku, eins og hún tilkynnti á IceBox viðburðinum í Kaplakrika síðasta sumar. „Snemma árið 2026 fer ég í atvinnumennsku, það kemur bráðum“ segir Erika en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Box Tengdar fréttir Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30 Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið Sjá meira
Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30
Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32