Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 16:32 Donald Trump þegar hann kynnti áætlanir sínar um umfangsmikið eldflaugavarnarkerfi í Bandaríkjunum. Getty/Chip Somodevilla Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Þetta er samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem segir fregnirnar til marks um aukin áhrif SpaceX á sviði þjóðaröryggis í Bandaríkjunum. Í heildina gætu allt að sex hundruð gervihnettir myndað þessa þyrpingu en SpaceX er þar að auki að vinna að tveimur öðrum gervihnattaþyrpingum fyrir herafla Bandaríkjanna. Önnur þyrpingin kallast Milnet og gengur út á að flytja skilaboð, upplýsingar og gögn, og hin snýst um að koma hundruð smárra njósnagervihnatta, sem eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum, á braut um jörðu fyrir herinn og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Sjá einnig: SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Gullhvelfingunni hefur verið lýst sem samblöndu gervihnatta og annarra kerfa sem eiga að finna eldflaugar sem skotið er að Bandaríkjunum og granda þeim. Enn sem komið er hefur varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ekki gefið upp ítarlegar upplýsingar um hvernig kerfið á að virka. Þá hefur ráðuneytið ekki gert mjög stóra samninga vegna kerfisins en heimildarmenn WSJ segja von á frekari upplýsingum á næstu vikum. Trump hefur áður sagt að Gullhvelfingin muni kosta um 175 milljarða dala og vill hann að kerfið verði komið í notkun áður en kjörtímabili hans lýkur í upphafi árs 2029. Sérfræðingar segja líklegt að verðmiðinn verði á endanum mun stærri. Kostnaðurinn gæti farið í mörg hundruð milljarða. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. SpaceX Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Hernaður Tengdar fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Þetta er samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem segir fregnirnar til marks um aukin áhrif SpaceX á sviði þjóðaröryggis í Bandaríkjunum. Í heildina gætu allt að sex hundruð gervihnettir myndað þessa þyrpingu en SpaceX er þar að auki að vinna að tveimur öðrum gervihnattaþyrpingum fyrir herafla Bandaríkjanna. Önnur þyrpingin kallast Milnet og gengur út á að flytja skilaboð, upplýsingar og gögn, og hin snýst um að koma hundruð smárra njósnagervihnatta, sem eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum, á braut um jörðu fyrir herinn og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Sjá einnig: SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Gullhvelfingunni hefur verið lýst sem samblöndu gervihnatta og annarra kerfa sem eiga að finna eldflaugar sem skotið er að Bandaríkjunum og granda þeim. Enn sem komið er hefur varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ekki gefið upp ítarlegar upplýsingar um hvernig kerfið á að virka. Þá hefur ráðuneytið ekki gert mjög stóra samninga vegna kerfisins en heimildarmenn WSJ segja von á frekari upplýsingum á næstu vikum. Trump hefur áður sagt að Gullhvelfingin muni kosta um 175 milljarða dala og vill hann að kerfið verði komið í notkun áður en kjörtímabili hans lýkur í upphafi árs 2029. Sérfræðingar segja líklegt að verðmiðinn verði á endanum mun stærri. Kostnaðurinn gæti farið í mörg hundruð milljarða. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
SpaceX Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Hernaður Tengdar fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22
Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39