Sport

Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Ís­lands­met af Arnari Péturs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Kári Smárason setti Íslandsmet 23 ára og yngri í sínum fyrsta maraþonhlaupi.
Stefán Kári Smárason setti Íslandsmet 23 ára og yngri í sínum fyrsta maraþonhlaupi. @laufeystefansdottir

Langhlaupararnir Stefán Kári Smárason og Bjarki Fannar Benediktsson náðu sögulegum árangri í maraþonhlaupi í Frankfurt í Þýskalandi um helgina.

Báðir náðu þeir að slá gömul Íslandsmet í sínum aldursflokki, Stefán Kári í flokki 23 ára og yngri en Bjarki Fannar í flokki 20 ára og yngri.

Arnar Pétursson var búinn að eiga bæði metin í miklu meira en áratug.

Stefán Kári kom í mark á 2:37:55 klst. og bætti þrettán ára Íslandsmet Arnars Péturssonar sem var 2:41:06 klst. Hann setti það í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst 2012.

Stefán hljóp fyrri hlutann á 1:18:41 klst. en þann seinni á 1:19:08 klst. Hann var 3 mínútur og 45 sekúndur með hvern kílómetra að meðaltali og endaði í 243. sæti í Frankfurt-maraþoninu. Þetta var hans fyrsta maraþonhlaup og það boðar heldur betur gott fyrir framhaldið.

Bjarki Fannar kom í mark á 2:43:17 klst. og bætti sextán ára Íslandsmet Arnars Péturssonar sem var 2:55:52 klst. Hann setti það í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst 2009.

Bjarki hljóp fyrri hlutann á 1:21:23klst. en þann seinni á 1:21:43 klst. Hann var 3 mínútur og 52 sekúndur með hvern kílómetra að meðaltali og endaði í 384. sæti í Frankfurt-maraþoninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×