Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2025 10:31 Birta Georgsdóttir í fagnaðarlátum Breiðabliks eftir leikinn gegn FH. Hér sést hún ásamt Andreu Rut Bjarnadóttur og Elínu Helenu karlsdóttur. vísir/anton Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, skilur ekki af hverju Birta Georgsdóttir er ekki í íslenska landsliðinu. Birta skoraði eitt marka Breiðabliks í 3-2 sigri á FH í lokaumferð Bestu deildar kvenna í gær. Eftir leikinn fékk hún viðurkenningu fyrir að hafa verið valin besti leikmaður deildarinnar af samherjum og mótherjum hennar. Birta skoraði átján mörk í Bestu deildinni, fimm mörkum minna en markadrottning hennar, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem leikur einnig með Breiðabliki. Þrátt fyrir að hafa skorað grimmt og spilað vel í sumar voru Birta og Berglind ekki valdar í íslenska landsliðið sem mætir Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Nik segist skilja af hverju Berglind var ekki valin en botnar ekkert í því af hverju Þorsteinn Halldórsson valdi Birtu ekki í landsliðið. „Berglind er markaskorari. Á því liggur enginn vafi. Hvernig við spilum, verandi besta liðið í deildinni, mikið með boltann og skapa mörg færi, þetta er annar leikstíll, og að spila með tvær frammi, en hjá Íslandi. Þannig ég skil þann þankagang. Ef þetta væri topp tíu lið sem væri mikið með boltann sæi ég það. Hún er örugglega svekkt þar sem hún er markahæst en ég skil þetta út frá sjónarhóli þjálfarans,“ sagði Nik í lokaþætti Bestu marka kvenna í gær. „Hvað Birtu varðar sé ég ekki af hverju hún er ekki miðað við árið sem hún hefur átt. Hún hefur aðallega spilað sem framherji en í sumum leikjum hefur hún verið á kantinum. Hún færir sig eðlilega út á kantinn út af því sem hún getur gert.“ Klippa: Nik um Birtu Nik bendir á að Birta hafi spilað vel í stærstu leikjum sumarsins og auk þess að skora fullt af mörkum hafi hún líka verið dugleg að leggja upp fyrir samherja sína. „Varðandi það sem þeir voru kannski að leita að sem kantmanni er ég mjög hissa að hún hafi ekki verið á lista eða hafi ekki fengið símtal, að hún sé á radaranum,“ sagði Nik. „Þú getur séð með unga leikmenn eins og Thelmu og Maríu. En Birta er bara 23 ára. Ef hún væri 26-28 ára myndi ég kannski skilja þetta. Thelma hefur átt frábært ár og María hefur verið fín í Svíþjóð en Birta hefur átt ótrúlegt tímabil og er best í deildinni. Af hverju hún er ekki með er spurning sem þú verður að spyrja Steina.“ Nik stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær en för hans er heitið til Svíþjóðar þar sem hann tekur við Kristianstad. Innslagið úr Bestu mörkum kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira
Birta skoraði eitt marka Breiðabliks í 3-2 sigri á FH í lokaumferð Bestu deildar kvenna í gær. Eftir leikinn fékk hún viðurkenningu fyrir að hafa verið valin besti leikmaður deildarinnar af samherjum og mótherjum hennar. Birta skoraði átján mörk í Bestu deildinni, fimm mörkum minna en markadrottning hennar, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem leikur einnig með Breiðabliki. Þrátt fyrir að hafa skorað grimmt og spilað vel í sumar voru Birta og Berglind ekki valdar í íslenska landsliðið sem mætir Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Nik segist skilja af hverju Berglind var ekki valin en botnar ekkert í því af hverju Þorsteinn Halldórsson valdi Birtu ekki í landsliðið. „Berglind er markaskorari. Á því liggur enginn vafi. Hvernig við spilum, verandi besta liðið í deildinni, mikið með boltann og skapa mörg færi, þetta er annar leikstíll, og að spila með tvær frammi, en hjá Íslandi. Þannig ég skil þann þankagang. Ef þetta væri topp tíu lið sem væri mikið með boltann sæi ég það. Hún er örugglega svekkt þar sem hún er markahæst en ég skil þetta út frá sjónarhóli þjálfarans,“ sagði Nik í lokaþætti Bestu marka kvenna í gær. „Hvað Birtu varðar sé ég ekki af hverju hún er ekki miðað við árið sem hún hefur átt. Hún hefur aðallega spilað sem framherji en í sumum leikjum hefur hún verið á kantinum. Hún færir sig eðlilega út á kantinn út af því sem hún getur gert.“ Klippa: Nik um Birtu Nik bendir á að Birta hafi spilað vel í stærstu leikjum sumarsins og auk þess að skora fullt af mörkum hafi hún líka verið dugleg að leggja upp fyrir samherja sína. „Varðandi það sem þeir voru kannski að leita að sem kantmanni er ég mjög hissa að hún hafi ekki verið á lista eða hafi ekki fengið símtal, að hún sé á radaranum,“ sagði Nik. „Þú getur séð með unga leikmenn eins og Thelmu og Maríu. En Birta er bara 23 ára. Ef hún væri 26-28 ára myndi ég kannski skilja þetta. Thelma hefur átt frábært ár og María hefur verið fín í Svíþjóð en Birta hefur átt ótrúlegt tímabil og er best í deildinni. Af hverju hún er ekki með er spurning sem þú verður að spyrja Steina.“ Nik stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær en för hans er heitið til Svíþjóðar þar sem hann tekur við Kristianstad. Innslagið úr Bestu mörkum kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira