Fótbolti

„Færum þeim jöfnunar­markið á silfur­fati“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Halldór Árnason vildi sjá leikmenn sína fara betur með þær stöður sem þeir sköpuðu í leiknum. 
Halldór Árnason vildi sjá leikmenn sína fara betur með þær stöður sem þeir sköpuðu í leiknum. 

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert út á leikmenn sína og frammistöðu liðs síns að setja þegar liðið laut i lægra haldi fyrir Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Halldóri fannst frammistaðan hjá Breiðabliki verðskulda stig.  

„Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn með að tapa. Mér fannst mér við ekki eiga það skilið að tapa þessum leik. Frammistaðan hefði átt að skila jafntefli allavega og mögulega sigri. Niðurstaðan er vonbrigði en spilamennskan var flott úti á vellinum,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

„Það eru gæði í þeirra liði sem gera gæfumuninn að þessu sinni. Það var lítið við markinu sem Tarik skoraði en ég er ósáttur með aðdragandann að jöfnunarmarkinu sem Óskar skoraði. Við komum þeim inn í leikinn þar sem við færum þeim mark á silfurfati eftir hornspyrnu hjá okkur,“ sagði Halldór þar að auki.

„Það er ekki boðlegt fyrir lið í okkar gæðaflokki að fá á okkur svona auðveld mörk þar sem við fá á okkur skyndisókn eftir fast leikatriði sem við eigum. Við fengum á okkar svipað mark í Sviss og við þurfum að læra af þessu,“ sagði hann.

„Niðurstaðan er vonbrigði en mér fannst frammistaðan klárlega nægilega góð til þess að ná í góð úrslit. Við erum mikið með boltann inn í vítateig andstæðingann og erum að skapa okkur góðar stöður trekk í trekk. 

Það er vissulega áhyggjuefni að við náum ekki að nýta færin okkar og það hefur svolítið verið sagan í síðustu leikjum okkar. Nú er Evrópusætið ekki ennþá í okkar höndum og við þurfum að treysta á hagstæð úrslit á mánudaginn,“ sagði Halldór um stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×