Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2025 19:58 Leikmenn Atletico Madrid og Osasuna stóðu hreyfingarlausir þrátt fyrir að leikur væri formlega farinn af stað EPA/SERGIO PEREZ Allir leikir í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag hófust með táknrænum mótmælum þar sem leikmenn stóðu hreyfingalausir fyrstu 15 sekúndurnar eftir að leikirnir voru flautaðir á. Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira