Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 15:07 Landsréttur gaf lítið fyrir að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira