Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bjarki Sigurðsson skrifar 16. október 2025 13:08 Sigurður Örn Hilmarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Fjölmiðlafrumvarp Loga Einarssonar menningarráðherra fékk afgreiðslu innan Allsherjar- og menntamálanefndar í vikunni og fór 2. umræða fram í dag. Meirihlutinn sendi frumvarpið óbreytt úr nefndinni en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks vildu gera breytingar á hámarksstyrkjum. Ráðherra leggur til að þeir verði lækkaðir úr 25 prósentum í 22, breyting sem hefur einungis áhrif á miðla tveggja fyrirtækja, Sýnar og Árvakurs. Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður breytingatilögunnar, segir ásýnd málsins ljóta. „Tilteknir þingmenn meirihlutans hafa á þessu ári talað um að endurskoða styrki til nákvæmlega þeirra fjölmiðla sem verða fyrir þeirri skerðingu sem var samþykkt hér í dag. Með því er verið að senda þau skilaboð að gagnrýnum fjölmiðlum hefnist fyrir það að gagnrýna þessa ríkisstjórn. Ásýnd málsins er að þeim sökum mjög slæm,“ segir Sigurður Örn. Málið sé óheppilegt og hefði verið skárra að halda prósentunni eins. Tillaga minnihlutans var hins vegar felld. „Sérstaklega í ljósi þess að til stendur að endurskoða þetta kerfi í heild sinni á næsta vorþingi. Þess vegna fannst okkur mjög óheppilegt að lækka þessar greiðslur til þessara tveggja fjölmiðla þegar sú endurskoðun er handan við hornið,“ segir Sigurður Örn. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Sýn Tengdar fréttir Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. 16. október 2025 08:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Loga Einarssonar menningarráðherra fékk afgreiðslu innan Allsherjar- og menntamálanefndar í vikunni og fór 2. umræða fram í dag. Meirihlutinn sendi frumvarpið óbreytt úr nefndinni en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks vildu gera breytingar á hámarksstyrkjum. Ráðherra leggur til að þeir verði lækkaðir úr 25 prósentum í 22, breyting sem hefur einungis áhrif á miðla tveggja fyrirtækja, Sýnar og Árvakurs. Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður breytingatilögunnar, segir ásýnd málsins ljóta. „Tilteknir þingmenn meirihlutans hafa á þessu ári talað um að endurskoða styrki til nákvæmlega þeirra fjölmiðla sem verða fyrir þeirri skerðingu sem var samþykkt hér í dag. Með því er verið að senda þau skilaboð að gagnrýnum fjölmiðlum hefnist fyrir það að gagnrýna þessa ríkisstjórn. Ásýnd málsins er að þeim sökum mjög slæm,“ segir Sigurður Örn. Málið sé óheppilegt og hefði verið skárra að halda prósentunni eins. Tillaga minnihlutans var hins vegar felld. „Sérstaklega í ljósi þess að til stendur að endurskoða þetta kerfi í heild sinni á næsta vorþingi. Þess vegna fannst okkur mjög óheppilegt að lækka þessar greiðslur til þessara tveggja fjölmiðla þegar sú endurskoðun er handan við hornið,“ segir Sigurður Örn. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Sýn Tengdar fréttir Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. 16. október 2025 08:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. 16. október 2025 08:09