„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2025 21:37 Fyrirliðinn Hákon Arnar segir mark Íslands hafa verið einu almennilegu sóknina í seinni hálfleik. vísir / anton brink „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira