„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2025 21:37 Fyrirliðinn Hákon Arnar segir mark Íslands hafa verið einu almennilegu sóknina í seinni hálfleik. vísir / anton brink „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira