Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 15:48 Samstarfskonurnar Guðný Bára Jónsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir ræða saman á spjallbekknum. Reykjavíkurborg Spjallbekk hefur verið komið fyrir í Laugardalnum við inngang Grasagarðsins í tilefni af viku einmanaleikans sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að spjallbekki sé að finna víða um heim og að þeim sé ætlað að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika. Í tilkynningu segir að spjallbekkir séu sérstaklega merktir og sitji einhver á bekknum eigi það að gefa til kynna að þau séu fús til að spjalla. Bekkirnir séu staðsettir á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, sem eigi að gera þá auðveldlega aðgengilega fyrir vegfarendur. Þá eigi merkingar á bekkjunum að hvetja fólk til að hefja samtöl, sem efli tengsl og samfélagskennd. Þeim sé ætlað að vera aðgengilegir öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða þannig upp á lágan þröskuld til samskipta. Steinunn Ása við spjallbekkinn. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að fatlað fólk eigi í hættu, eins og aðrir, að einangrast. Hún fagnar framtakinu. „Fatlað fólk eins og annað fólk er í mikilli hættu á að verða einmana, meira að segja þegar það er fullt af fólki í kringum okkur getum við upplifað einmanaleika. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að fjölskyldunni okkar líði vel og að vinum okkar líði vel. Einmanaleiki er algengur og það sem við þurfum að hafa í huga er að óttast ekki að stíga út úr einmanaleikanum. Það er margt sem hægt er að gera og það er mikilvægt að vekja athygli á því. Þessi bekkur er staður til þess að setjast niður, gleyma símanum um stund, líta upp og tala saman. Í þessari viku hvet ég fólk til þess að hringja í vini, hitta fólk, fara í sund, fara á kaffihús og leita að menningunni, hún er úti um allt. Tökum spjall, það hressir og kætir“, segir Steinunn Ása í tilkynningu. Vika einmanaleikans stendur yfir í þessari viku. Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði meðan á vitundarvakningunni stendur, þar á meðal á bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Hægt er að skoða dagskrá hér. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í tilkynningu segir að spjallbekkir séu sérstaklega merktir og sitji einhver á bekknum eigi það að gefa til kynna að þau séu fús til að spjalla. Bekkirnir séu staðsettir á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, sem eigi að gera þá auðveldlega aðgengilega fyrir vegfarendur. Þá eigi merkingar á bekkjunum að hvetja fólk til að hefja samtöl, sem efli tengsl og samfélagskennd. Þeim sé ætlað að vera aðgengilegir öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða þannig upp á lágan þröskuld til samskipta. Steinunn Ása við spjallbekkinn. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að fatlað fólk eigi í hættu, eins og aðrir, að einangrast. Hún fagnar framtakinu. „Fatlað fólk eins og annað fólk er í mikilli hættu á að verða einmana, meira að segja þegar það er fullt af fólki í kringum okkur getum við upplifað einmanaleika. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að fjölskyldunni okkar líði vel og að vinum okkar líði vel. Einmanaleiki er algengur og það sem við þurfum að hafa í huga er að óttast ekki að stíga út úr einmanaleikanum. Það er margt sem hægt er að gera og það er mikilvægt að vekja athygli á því. Þessi bekkur er staður til þess að setjast niður, gleyma símanum um stund, líta upp og tala saman. Í þessari viku hvet ég fólk til þess að hringja í vini, hitta fólk, fara í sund, fara á kaffihús og leita að menningunni, hún er úti um allt. Tökum spjall, það hressir og kætir“, segir Steinunn Ása í tilkynningu. Vika einmanaleikans stendur yfir í þessari viku. Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði meðan á vitundarvakningunni stendur, þar á meðal á bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Hægt er að skoða dagskrá hér.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20
Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01
„Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01