Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Anda­lúsíu

Árni Jóhannsson skrifar
LaLiga - FC Barcelona vs Real Sociedad epa12413182 FC Barcelona's Marcus Rashford (C) laments a missed chance during the Spanish LaLiga soccer match between FC Barcelona and Real Sociedad, in Barcelona, Spain, 28 September 2025.  EPA/Alberto Estevez
LaLiga - FC Barcelona vs Real Sociedad epa12413182 FC Barcelona's Marcus Rashford (C) laments a missed chance during the Spanish LaLiga soccer match between FC Barcelona and Real Sociedad, in Barcelona, Spain, 28 September 2025. EPA/Alberto Estevez

Sevilla vann Barcelona í áttundu umferð LaLiga á heimavelli í dag. Sevilla komst í 2-0 í fyrri hálfleik og vann leikinn 4-1 að lokum.

Alexis Sanchez skoraði fyrsta mark Sevilla á 13. mínútu af vítapunktinum og Isaac Romero tvöfaldaði forskot heimamanna á 36. mínútu. Marchus Rashford skoraði þá fyrsta mark sitt í deildinni fyrir Barcelona þegar sjö mínútur voru komnar inn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Staðan var 2-1 þangað til á lokamínútum leiksins þegar José Ángel Carmona og Akor Adams skoruðu til að koma stöðunni í 4-1 og þar við sat. Barcelona er þá í öðru sæti LaLiga og Sevilla er komið upp í fjórða sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira