Innlent

Þungur dagur, myndir frá ó­veðrinu og í­trekuð inn­brot

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Þungir dómar voru kveðnir upp í Gufunesmálinu svokallaða í dag. Við gerum upp málið í kvöldfréttum og ræðum við verjendur sem sögðu daginn þungann fyrir alla sem að því koma.

Enn er ekki hægt að gera við hringveginn sem rofnaði vegna vatnavaxta í óveðrinu. Við heyrum í íbúa fyrir austan og sjáum myndir frá veðrinu.

Spurningar um viðbragðsgetu Íslendinga hafa vaknað í kjölfar drónaumferðar við flugvelli í Danmörku. Ríkislögreglustjóri mætir í myndver og fer yfir stöðuna í beinni.

Íbúar á stúdentagörðum eru langþreyttir á ítrekuðum innbrotum. Við skoðum aðstæður og heyrum í íbúum.

Þá sjáum við myndir frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar gengu út undir ræðu forsætisráðherra Ísraels, kíkjum á ofurkór sem er á Íslandi, verðum í beinni frá frumsýningu á einu vinsælasta gamanleikriti allra tíma og frá Októberfest þar sem efnt verður til búningakeppni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 26. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×