Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 11:35 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24