Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 11:35 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Sjá meira
Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Sjá meira
Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24