Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 22:48 Alls tóku 1.269 nemendur prófið í vor. Af þeim eru 859 eða tæp 68 prósent sem ná að minnsta kosti 61 prósent árangri á prófinu. Vísir/Vilhelm Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um prófið og niðurstöður þess sem var til umræðu á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Í skýrslunni segir að í fyrra, vorið 2024, hafi 65 prósent þátttakenda verið með aldurssvarandi færni í lestri og því hlutfallið búið að hækka um þrjú prósentustig. Hlutfall stúlkna með aldurssvarandi færni í lestri mælist um 73 prósent en hjá drengjunum er hlutfallið um 63 prósent. Um fimm prósent stúlkna þurfa samkvæmt skimuninni einstaklingsbundna námsáætlun en átta prósent drengja. Samkvæmt skýrslunni eru þetta svipaðar niðurstöður og undanfarin ár. Fleiri stúlkur í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri en drengir Alls tóku 1.269 nemendur prófið í vor. Af þeim eru 859 eða tæp 68 prósent sem ná að minnsta kosti 61 prósent árangri á prófinu. Þessir nemendur teljast því vera með aldurssvarandi færni í lestri. Hópurinn sem nær árangri á bilinu 31 til 60 prósent telur 322 nemanda sem gerir rúm 25 prósent þátttakenda. Þeir þurfa á tímabundnum sérstökum stuðningi að halda í lestri. Þá eru 88 nemendur eða tæp 7 prósent sem ná 0-30 prósent árangri. Þessi hópur þarf samkvæmt viðmiði einstaklingsáætlun þar sem fram kemur skipulagt vinnulag byggt á gagnreyndum aðferðum sem fylgt er eftir þar til nemendurnir hafa sýnt árangur. Í skýrslunni kemur einnig fram að um 16 prósent nemenda nái 91 til 100 prósent árangri í prófinu og telst þessi hópur hafa náð mjög góðum tökum á lestrinum. Prófið var lagt fyrir í apríl 2025 og tóku allir 32 almennu grunnskólarnir með 2. bekk þátt. Þar að auki tóku þrír af fimm sjálfstætt starfandi skólum með 2. bekk, þátt í prófinu. Heildarfjöldi skólanna sem þátt tók var því 35 af 37 skólum í Reykjavík. Hlutfall nemenda sem þreyttu prófið af öllum nemendum í 2. bekk í almennu, og sjálfstætt reknu skólunum, er um 90 prósent sem er það sama og árið 2024 og hærra en á árunum 2021 til 2023. Í þeim skólum sem sendu inn niðurstöður þreyttu um 91 prósent nemenda prófið, það er líka sama hlutfall og árið 2024. Í skýrslunni segir um prófið að markmiðið með því sé ekki einungis að meta nemendur heldur einnig að prófið sé þægilegt og aðgengilegt fyrir kennara. Prófið eigi að veita kennurum góðar upplýsingar um nemendur sína og greini þokkalega í hverju vandi nemenda liggur. Prófið metur fjóra þætti lesturs eins og umskráningu og lesskilning ásamt því að meta færni í réttritun og leshraða (lesfimi). Misjafn árangur eftir skólum Hægt er að sjá í skýrslunni niðurstöður fyrir hvern skóla fyrir sig. Tekið er fram að skólarnir eru misstórir og því erfitt að bera saman. Í þeim skóla þar sem fæstir nemendur tóku þátt í prófinu voru þeir átta en 59 í þeim skóla þar sem flestir tóku þátt. Sá skóli sem kom best úr er Landakotsskóli þar sem öll börnin náðu aldurssvarandi viðmiði en sá skóli sem kemur verst út hvað það varðar er Fellaskóli þar sem aðeins 22 prósent barna ná aldurssvarandi viðmiði. Aðrir skólar sem komu vel út eru til dæmis Breiðagerðisskóli, Hvassaleitisskóli, Ingunnarskóli, Sæmundarskóli og Ártúnsskóli. Sjá einnig: Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Hæsta hlutfall barna sem ná aðeins 0 til 30 prósent árangri og þurfa mikla aðstoð er í Ölduselsskóla þar sem hlutfallið er 26 prósent. Aðrir skólar með svipað hlutfall eru Húsaskóli og Breiðholtsskóli. Þá er einnig í skýrslunni hægt að sjá mismun á milli miðstöðva Reykjavíkurborgar. Þar sést að Norður er sá borgarhluti þar sem hlutfallslega flestir hafa aldurssvarandi hæfni í lestri árið 2025. Austur er hinsvegar sá borgarhluti þar sem fæstir þurfa einstaklingsáætlanir í lestri. Fagna jákvæðum skrefum en meira þurfi til Í fundargerð skóla- og frístundaráðs fagna samstarfsflokkarnir í borgarstjórn jákvæðum skrefum sem eru stigin á milli ára, að hlutfallslega séu fleiri börn sem nái aldurssvarandi hæfni í lestri. Það sé á sama tíma áhyggjuefni að enn sé mikill munur á færni drengja og stúlkna. „Þetta eru svipaðar niðurstöður og undanfarin ár. Af þessu má sjá að við þurfum að styðja betur við drengi. Í niðurstöðum kemur fram þó nokkur munur á lesfærni nemenda milli skóla og skólahverfa í Reykjavík. Þær upplýsingar ættu að gagnast skólum sem ekki koma vel út til að efla lestrarkennslu enn frekar,“ segir í bókun samstarfsflokkanna í fundargerð. Brýnt að nemendur fái aðstoð Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun þar sem þau þakka fyrir kynningu en segja töluverðar áskoranir í málaflokknum augljósar og kalla eftir því að brugðist verði strax við í þeim skólum sem koma illa út í prófinu. „Þýðingarmikið er að vinna markvisst að því að bæta skipulag og auka úrræði í því skyni að tryggja að sem flest börn í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur hafi viðunandi lestrarfærni. Bregðast þarf strax við í þeim skólum þar sem þróun lestrarmælinga er neikvæð. Það verði gert með sérstöku átaki og stuðningi við skólana. Brýnt er að þeir nemendur sem ekki hafa náð aldurssamsvarandi færni fái strax sérstakan stuðning til að ná þeirri færni sem samsvarar aldri þeirra.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um prófið og niðurstöður þess sem var til umræðu á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Í skýrslunni segir að í fyrra, vorið 2024, hafi 65 prósent þátttakenda verið með aldurssvarandi færni í lestri og því hlutfallið búið að hækka um þrjú prósentustig. Hlutfall stúlkna með aldurssvarandi færni í lestri mælist um 73 prósent en hjá drengjunum er hlutfallið um 63 prósent. Um fimm prósent stúlkna þurfa samkvæmt skimuninni einstaklingsbundna námsáætlun en átta prósent drengja. Samkvæmt skýrslunni eru þetta svipaðar niðurstöður og undanfarin ár. Fleiri stúlkur í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri en drengir Alls tóku 1.269 nemendur prófið í vor. Af þeim eru 859 eða tæp 68 prósent sem ná að minnsta kosti 61 prósent árangri á prófinu. Þessir nemendur teljast því vera með aldurssvarandi færni í lestri. Hópurinn sem nær árangri á bilinu 31 til 60 prósent telur 322 nemanda sem gerir rúm 25 prósent þátttakenda. Þeir þurfa á tímabundnum sérstökum stuðningi að halda í lestri. Þá eru 88 nemendur eða tæp 7 prósent sem ná 0-30 prósent árangri. Þessi hópur þarf samkvæmt viðmiði einstaklingsáætlun þar sem fram kemur skipulagt vinnulag byggt á gagnreyndum aðferðum sem fylgt er eftir þar til nemendurnir hafa sýnt árangur. Í skýrslunni kemur einnig fram að um 16 prósent nemenda nái 91 til 100 prósent árangri í prófinu og telst þessi hópur hafa náð mjög góðum tökum á lestrinum. Prófið var lagt fyrir í apríl 2025 og tóku allir 32 almennu grunnskólarnir með 2. bekk þátt. Þar að auki tóku þrír af fimm sjálfstætt starfandi skólum með 2. bekk, þátt í prófinu. Heildarfjöldi skólanna sem þátt tók var því 35 af 37 skólum í Reykjavík. Hlutfall nemenda sem þreyttu prófið af öllum nemendum í 2. bekk í almennu, og sjálfstætt reknu skólunum, er um 90 prósent sem er það sama og árið 2024 og hærra en á árunum 2021 til 2023. Í þeim skólum sem sendu inn niðurstöður þreyttu um 91 prósent nemenda prófið, það er líka sama hlutfall og árið 2024. Í skýrslunni segir um prófið að markmiðið með því sé ekki einungis að meta nemendur heldur einnig að prófið sé þægilegt og aðgengilegt fyrir kennara. Prófið eigi að veita kennurum góðar upplýsingar um nemendur sína og greini þokkalega í hverju vandi nemenda liggur. Prófið metur fjóra þætti lesturs eins og umskráningu og lesskilning ásamt því að meta færni í réttritun og leshraða (lesfimi). Misjafn árangur eftir skólum Hægt er að sjá í skýrslunni niðurstöður fyrir hvern skóla fyrir sig. Tekið er fram að skólarnir eru misstórir og því erfitt að bera saman. Í þeim skóla þar sem fæstir nemendur tóku þátt í prófinu voru þeir átta en 59 í þeim skóla þar sem flestir tóku þátt. Sá skóli sem kom best úr er Landakotsskóli þar sem öll börnin náðu aldurssvarandi viðmiði en sá skóli sem kemur verst út hvað það varðar er Fellaskóli þar sem aðeins 22 prósent barna ná aldurssvarandi viðmiði. Aðrir skólar sem komu vel út eru til dæmis Breiðagerðisskóli, Hvassaleitisskóli, Ingunnarskóli, Sæmundarskóli og Ártúnsskóli. Sjá einnig: Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Hæsta hlutfall barna sem ná aðeins 0 til 30 prósent árangri og þurfa mikla aðstoð er í Ölduselsskóla þar sem hlutfallið er 26 prósent. Aðrir skólar með svipað hlutfall eru Húsaskóli og Breiðholtsskóli. Þá er einnig í skýrslunni hægt að sjá mismun á milli miðstöðva Reykjavíkurborgar. Þar sést að Norður er sá borgarhluti þar sem hlutfallslega flestir hafa aldurssvarandi hæfni í lestri árið 2025. Austur er hinsvegar sá borgarhluti þar sem fæstir þurfa einstaklingsáætlanir í lestri. Fagna jákvæðum skrefum en meira þurfi til Í fundargerð skóla- og frístundaráðs fagna samstarfsflokkarnir í borgarstjórn jákvæðum skrefum sem eru stigin á milli ára, að hlutfallslega séu fleiri börn sem nái aldurssvarandi hæfni í lestri. Það sé á sama tíma áhyggjuefni að enn sé mikill munur á færni drengja og stúlkna. „Þetta eru svipaðar niðurstöður og undanfarin ár. Af þessu má sjá að við þurfum að styðja betur við drengi. Í niðurstöðum kemur fram þó nokkur munur á lesfærni nemenda milli skóla og skólahverfa í Reykjavík. Þær upplýsingar ættu að gagnast skólum sem ekki koma vel út til að efla lestrarkennslu enn frekar,“ segir í bókun samstarfsflokkanna í fundargerð. Brýnt að nemendur fái aðstoð Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun þar sem þau þakka fyrir kynningu en segja töluverðar áskoranir í málaflokknum augljósar og kalla eftir því að brugðist verði strax við í þeim skólum sem koma illa út í prófinu. „Þýðingarmikið er að vinna markvisst að því að bæta skipulag og auka úrræði í því skyni að tryggja að sem flest börn í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur hafi viðunandi lestrarfærni. Bregðast þarf strax við í þeim skólum þar sem þróun lestrarmælinga er neikvæð. Það verði gert með sérstöku átaki og stuðningi við skólana. Brýnt er að þeir nemendur sem ekki hafa náð aldurssamsvarandi færni fái strax sérstakan stuðning til að ná þeirri færni sem samsvarar aldri þeirra.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira