Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 11:59 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur áhyggjur af stöðu mála í Evrópu. Vísir/Lýður Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34