Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2025 11:01 KR-ingar eru í erfiðri stöðu í Bestu deild karla. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sport Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sport Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00