„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 07:03 Guðjón Ingi Sigurðsson fékk góðan stuðning frá fjölskyldunni í Heiðmörk. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira
Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira