„Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Hjörvar Ólafsson skrifar 20. september 2025 17:28 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í banastuði fyrir Blika í dag. Vísir/Óskar Ófeigur Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. „Við spiluðum vel í þessum leik og vorum síógnandi allan leikinn. Ég náði að nýta færin sem samherjarnir voru að skapa fyrir mig. Það er gríðarlega gaman að vera hluti af þessu liði þegar hlutirnir ganga upp. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum í sóknarleiknum og þá er erfitt að ráða við okkur,“ sagði Berglind Björg sem varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Breiðbliks. Berglind Björg komst upp fyrir Ástu B. Gunnlaugsdóttur á toppi þess lista. Ásta skoraði 195 mörk í 189 leikjum á sínum tíma en Berglind Björg er núna komin með 198 mörk fyrir Blika. „Þetta er stór áfangi sem að ég er auðvitað ofboðslega stolt af. Það er mikll heiður að vera nefnd í sömu setningu og Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem er auðvitað bara goðsögn hja bæði Breiðablik og í íslenskum fótbolta. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að haga mér þegar þetta var tilkynnt í hátalarakerfinu og ég heyrði köllin úr stúkunni. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg stund,“ sagði Berglind um tilfinninguna að vera komin á þennan stall. „Ég man ekki eftir því að hafa skorað fimm mörk áður í leik í meistaraflokki og þetta var bara mjög gaman. Ég er með góða leikmenn í kringum mig sem aðstoða mig við að skora þessi mörk. Eins og áður segir þá var sóknarleikurinn frábær að þessu sinni,“ sagði markadrottningin sem er nú markahæst í deildinni með 20 mörk. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
„Við spiluðum vel í þessum leik og vorum síógnandi allan leikinn. Ég náði að nýta færin sem samherjarnir voru að skapa fyrir mig. Það er gríðarlega gaman að vera hluti af þessu liði þegar hlutirnir ganga upp. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum í sóknarleiknum og þá er erfitt að ráða við okkur,“ sagði Berglind Björg sem varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Breiðbliks. Berglind Björg komst upp fyrir Ástu B. Gunnlaugsdóttur á toppi þess lista. Ásta skoraði 195 mörk í 189 leikjum á sínum tíma en Berglind Björg er núna komin með 198 mörk fyrir Blika. „Þetta er stór áfangi sem að ég er auðvitað ofboðslega stolt af. Það er mikll heiður að vera nefnd í sömu setningu og Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem er auðvitað bara goðsögn hja bæði Breiðablik og í íslenskum fótbolta. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að haga mér þegar þetta var tilkynnt í hátalarakerfinu og ég heyrði köllin úr stúkunni. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg stund,“ sagði Berglind um tilfinninguna að vera komin á þennan stall. „Ég man ekki eftir því að hafa skorað fimm mörk áður í leik í meistaraflokki og þetta var bara mjög gaman. Ég er með góða leikmenn í kringum mig sem aðstoða mig við að skora þessi mörk. Eins og áður segir þá var sóknarleikurinn frábær að þessu sinni,“ sagði markadrottningin sem er nú markahæst í deildinni með 20 mörk.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira