Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2025 22:28 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á blaðamannafundi þeirra í Jerúsalem í dag. Ap/Nathan Howard Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Í ummælum sem Marco Rubio lét falla við hlið Benjamin Netanyahu minntist hann ekki á vopnahlé og endurtók ekki fyrri gagnrýni sína á Ísrael fyrir að hafa gert loftárás í Doha, höfuðborg Katar, í síðustu viku sem beindist að leiðtogum Hamas. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu en bandaríska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Rubio muni koma við í Doha á morgun á leið sinni til London. Á neyðarráðstefnu arabískra og íslamskra leiðtoga í Doha sagði Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, emír Katar, að markmið Ísraels með árásinni í Doha væri að spilla viðræðum sem vonast var til að leiddu til vopnahlés á Gasa. „Hver sá sem vinnur ötullega og kerfisbundið að því að myrða þann aðila sem hann er að semja við, reynir að hindra viðræðurnar,“ sagði Hamad al-Thani við aðra leiðtoga á leiðtogaráðstefnunni. Leiðtogar Hamas voru staddir í Doha til að ræða tillögu um vopnahlé sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði fram þegar árásin var gerð. Hamas hafði í ágúst samþykkt vopnahléssamkomulag í samræmi við það sem Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjanna, hafði lagt fram. Vilji enn vinna að friði Rubio ræddi ekki mögulega vopnahlésskilmála í Jerúsalem en sagði Bandaríkin myndu halda áfram að vinna að friðsamlegri niðurstöðu. Sú væri háð upprætingu Hamas. „Í lok dags, sama hvað hefur gerst eða gerist, er markmiðið það sama, og það er að allir 48 gíslarnir, bæði lifandi og látnir, þurfa að vera komnir heim,“ sagði hann um ísraelsku gíslana sem teknir voru í árás Hamas og annarra vígahópa á Ísrael þann 7. október 2023. „Hamas þarf að hætta að vera til sem vopnuð eining sem getur ógnað friði og öryggi á svæðinu. Og íbúar Gasa eiga skilið betri framtíð. En sú betri framtíð getur ekki hafist fyrr en Hamas hefur verið útrýmt,“ er haft eftir Rubio í frétt The Guardian. Varaði Frakka og Kanadamenn Rubio varaði við því að fyrirhuguð viðurkenning nokkurra bandalagsríkja Bandaríkjanna, þar á meðal Bretlands, Frakklands, Kanada, Belgíu og Ástralíu, á fullveldi Palestínu myndi torvelda það að friður næðist á svæðinu. „Það gerir það í raun erfiðara að semja ... því það hvetur þessa hópa áfram,“ sagði hann og vísaði til Hamas og annarra palestínskra vígamanna. Hann bætti við að stjórn Trumps hefði varað ríki sem eru að búa sig undir að viðurkenna Palestínu við því að „Ísrael myndi bregðast við slíkum aðgerðum.“ Talið er að það geti verið vísun í mögulegar tilraunir Ísraelsmanna til að innlima hernumin svæði á Vesturbakkanum. Rubio kom sér hjá því að tjá sig um fyrirhugaða landhersókn Ísraelsmanna á Gasaborg, að sögn The Guardian. Fyrir þá sókn hefur Ísraelsher eyðilagt íbúðablokkir víðs vegar um borgina og skipað íbúum hennar að yfirgefa heimili sín. Hafa þessar aðgerðir verið fordæmdar víða um heim. Markmiðið sé að gera Gasaborg óbyggilega Tugþúsundir Palestínumanna hafa flúið Gasaborg suður á bóginn en flestir af þeim milljónum manna sem áætlað er að hafi leitað þar skjóls hafa kosið að vera um kyrrt, annað hvort vegna þess að þeir geta ekki fært sig eða vegna þess að þeir hafa hvergi annars staðar skjól. Mannúðarstofnanir hafa sagt að enginn staður sé eftir á Gasa sem sé öruggur eða hentugur fyrir flóttafólk. UNRWA, hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna, sagði að tíu byggingar hennar hefðu orðið fyrir barðinu á árásum Ísraelsmanna á síðustu fjórum dögum, þar á meðal sjö skólar og tvær læknastofur. Francesca Albanese, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á hernumdu svæðunum, sagði að markmið sóknarinnar í Gasaborg væri að gera hana óbyggilega. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki. 12. september 2025 19:14 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. 11. september 2025 07:18 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Í ummælum sem Marco Rubio lét falla við hlið Benjamin Netanyahu minntist hann ekki á vopnahlé og endurtók ekki fyrri gagnrýni sína á Ísrael fyrir að hafa gert loftárás í Doha, höfuðborg Katar, í síðustu viku sem beindist að leiðtogum Hamas. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu en bandaríska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Rubio muni koma við í Doha á morgun á leið sinni til London. Á neyðarráðstefnu arabískra og íslamskra leiðtoga í Doha sagði Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, emír Katar, að markmið Ísraels með árásinni í Doha væri að spilla viðræðum sem vonast var til að leiddu til vopnahlés á Gasa. „Hver sá sem vinnur ötullega og kerfisbundið að því að myrða þann aðila sem hann er að semja við, reynir að hindra viðræðurnar,“ sagði Hamad al-Thani við aðra leiðtoga á leiðtogaráðstefnunni. Leiðtogar Hamas voru staddir í Doha til að ræða tillögu um vopnahlé sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði fram þegar árásin var gerð. Hamas hafði í ágúst samþykkt vopnahléssamkomulag í samræmi við það sem Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjanna, hafði lagt fram. Vilji enn vinna að friði Rubio ræddi ekki mögulega vopnahlésskilmála í Jerúsalem en sagði Bandaríkin myndu halda áfram að vinna að friðsamlegri niðurstöðu. Sú væri háð upprætingu Hamas. „Í lok dags, sama hvað hefur gerst eða gerist, er markmiðið það sama, og það er að allir 48 gíslarnir, bæði lifandi og látnir, þurfa að vera komnir heim,“ sagði hann um ísraelsku gíslana sem teknir voru í árás Hamas og annarra vígahópa á Ísrael þann 7. október 2023. „Hamas þarf að hætta að vera til sem vopnuð eining sem getur ógnað friði og öryggi á svæðinu. Og íbúar Gasa eiga skilið betri framtíð. En sú betri framtíð getur ekki hafist fyrr en Hamas hefur verið útrýmt,“ er haft eftir Rubio í frétt The Guardian. Varaði Frakka og Kanadamenn Rubio varaði við því að fyrirhuguð viðurkenning nokkurra bandalagsríkja Bandaríkjanna, þar á meðal Bretlands, Frakklands, Kanada, Belgíu og Ástralíu, á fullveldi Palestínu myndi torvelda það að friður næðist á svæðinu. „Það gerir það í raun erfiðara að semja ... því það hvetur þessa hópa áfram,“ sagði hann og vísaði til Hamas og annarra palestínskra vígamanna. Hann bætti við að stjórn Trumps hefði varað ríki sem eru að búa sig undir að viðurkenna Palestínu við því að „Ísrael myndi bregðast við slíkum aðgerðum.“ Talið er að það geti verið vísun í mögulegar tilraunir Ísraelsmanna til að innlima hernumin svæði á Vesturbakkanum. Rubio kom sér hjá því að tjá sig um fyrirhugaða landhersókn Ísraelsmanna á Gasaborg, að sögn The Guardian. Fyrir þá sókn hefur Ísraelsher eyðilagt íbúðablokkir víðs vegar um borgina og skipað íbúum hennar að yfirgefa heimili sín. Hafa þessar aðgerðir verið fordæmdar víða um heim. Markmiðið sé að gera Gasaborg óbyggilega Tugþúsundir Palestínumanna hafa flúið Gasaborg suður á bóginn en flestir af þeim milljónum manna sem áætlað er að hafi leitað þar skjóls hafa kosið að vera um kyrrt, annað hvort vegna þess að þeir geta ekki fært sig eða vegna þess að þeir hafa hvergi annars staðar skjól. Mannúðarstofnanir hafa sagt að enginn staður sé eftir á Gasa sem sé öruggur eða hentugur fyrir flóttafólk. UNRWA, hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna, sagði að tíu byggingar hennar hefðu orðið fyrir barðinu á árásum Ísraelsmanna á síðustu fjórum dögum, þar á meðal sjö skólar og tvær læknastofur. Francesca Albanese, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á hernumdu svæðunum, sagði að markmið sóknarinnar í Gasaborg væri að gera hana óbyggilega.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki. 12. september 2025 19:14 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. 11. september 2025 07:18 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki. 12. september 2025 19:14
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17
Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. 11. september 2025 07:18