Lærisveinar Heimis fara illa af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2025 18:07 Heimir getur ekki verið sáttur með byrjun sinna manna. EPA/VASSIL DONEV Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta hafa farið vægast sagt illa af stað í undankeppni HM 2026. Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira