Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 14:11 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í morgun. Vísir/Anton Brink Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. Þetta kemur fram í kafla greinargerðarinnar um tekjur A1-hluta ríkissjóðs, það er að segja þess hluta ríkissjóðs sem rekinn er fyrir skattfé. Þar er sérstakur undirkafli um áhrif skattkerfisbreytinga á kynin. Þar segir að hlutfall kynja sé mismunandi á milli starfsstétta og neyslumynstur ólík. Því geti skattkerfisbreytingar og aðrar álögur sem snerta einstakar atvinnugreinar eða leggjast með ólíkum hætti á tekjur og neyslu haft mismunandi áhrif á kynin. Hér sé að öllu leyti vísað til meðaltala enda séu áhrifin á einstaklinga í sömu atvinnugrein eða með svipaða neyslu þau sömu burt séð frá kyni viðkomandi. Karlar eiga tvo af hverjum þremur bílum Gera megi ráð fyrir að skattlagning á notkun bifreiða hafi mismunandi áhrif á kynin. Konur noti einkabílinn ekki síður en karlar en fari gjarnan fleiri og styttri ferðir. Umtalsverður kynjamunur sé á eignarhaldi bifreiða. Karlar séu skráðir eigendur tæplega tveimur þriðju hluta fólks- og sendibifreiða, auk þess sem bílar í eigu kvenna séu almennt léttari og losi minna af gróðurhúsalofttegundum en bifreiðar í eigu karla. Því megi gera ráð fyrir að áhrif breyttrar skattlagningar verði meiri á karla en konur. Í umfjöllun um tekjur af ökutækjum og eldsneyti séu áætlaðar 83 milljarðar króna, eða um 1,6 prósent af vergri landsframleiðslu á árinu 2026, sem sé undir 1,7 prósenta markmiði ríkisstjórnarinnar. Þar með talið sé fyrirhuguð 7,5 milljarða króna hækkun tekna af ökutækjum og eldsneyti til að vinna að ofangreindu markmiði í fjármálaáætlun. Samkvæmt tekjuáætlun sé áætlað að tekjurnar hækki þrátt fyrir fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna ökutækja. Gert sé ráð fyrir að annað skref kerfisbreytingar á gjaldtöku ökutækja og eldsneytis með upptöku kílómetragjalds á fólksbíla muni ná fram að ganga. Karlar nutu mikils meirihluta ávinnings af samsköttun Þá segir að gera megi ráð fyrir því að niðurfelling samnýtingar tekjuskattþrepa milli hjóna og sambýlisfólks stuðli að kynjajafnrétti, þar sem konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar og beri að auki meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningnum af samnýtingu þrepa en karlar 81 prósent. Í greinargerðinni segir að gert sé ráð fyrir að breytingar á tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjuskatti muni nema um fjórum milljörðum króna. Þær breytingar feli meðal annars í sér afnám samnýtingar þrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Heimild til samnýtingar þrepa gildi þegar annar aðilinn er skattlagður í þriðja þrepi en hinn ekki. Þá geti hinn tekjuhærri nýtt helming bilsins í öðru þrepi sem sá tekjulægri nýtir ekki og þannig greitt lægri skattprósentu af launum í þriðja þrepi. Sú tilfærsla sé einungis heimil á milli tveggja efri þrepanna. Afnám samnýtingar þrepa sé í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Einhverjir hafi fengið tvöfaldan afslátt Þá segir að jafnframt sé gert ráð fyrir að felld verði brott heimild til að nýta hluta af ónýttum persónuafslætti til greiðslu fjármagnstekjuskatts. Eftir upptöku frítekjumarks fjármagnstekna og tvöföldun þess árið 2020 hafi í raun verið komið á persónuafslætti fjármagnstekna. Meirihluti þeirra sem nýta persónuafslátt til greiðslu fjármagnstekjuskatts fullnýti einnig frítekjumarkið og fái þannig tvöfaldan afslátt. Fjárlagafrumvarp 2026 Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Þetta kemur fram í kafla greinargerðarinnar um tekjur A1-hluta ríkissjóðs, það er að segja þess hluta ríkissjóðs sem rekinn er fyrir skattfé. Þar er sérstakur undirkafli um áhrif skattkerfisbreytinga á kynin. Þar segir að hlutfall kynja sé mismunandi á milli starfsstétta og neyslumynstur ólík. Því geti skattkerfisbreytingar og aðrar álögur sem snerta einstakar atvinnugreinar eða leggjast með ólíkum hætti á tekjur og neyslu haft mismunandi áhrif á kynin. Hér sé að öllu leyti vísað til meðaltala enda séu áhrifin á einstaklinga í sömu atvinnugrein eða með svipaða neyslu þau sömu burt séð frá kyni viðkomandi. Karlar eiga tvo af hverjum þremur bílum Gera megi ráð fyrir að skattlagning á notkun bifreiða hafi mismunandi áhrif á kynin. Konur noti einkabílinn ekki síður en karlar en fari gjarnan fleiri og styttri ferðir. Umtalsverður kynjamunur sé á eignarhaldi bifreiða. Karlar séu skráðir eigendur tæplega tveimur þriðju hluta fólks- og sendibifreiða, auk þess sem bílar í eigu kvenna séu almennt léttari og losi minna af gróðurhúsalofttegundum en bifreiðar í eigu karla. Því megi gera ráð fyrir að áhrif breyttrar skattlagningar verði meiri á karla en konur. Í umfjöllun um tekjur af ökutækjum og eldsneyti séu áætlaðar 83 milljarðar króna, eða um 1,6 prósent af vergri landsframleiðslu á árinu 2026, sem sé undir 1,7 prósenta markmiði ríkisstjórnarinnar. Þar með talið sé fyrirhuguð 7,5 milljarða króna hækkun tekna af ökutækjum og eldsneyti til að vinna að ofangreindu markmiði í fjármálaáætlun. Samkvæmt tekjuáætlun sé áætlað að tekjurnar hækki þrátt fyrir fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna ökutækja. Gert sé ráð fyrir að annað skref kerfisbreytingar á gjaldtöku ökutækja og eldsneytis með upptöku kílómetragjalds á fólksbíla muni ná fram að ganga. Karlar nutu mikils meirihluta ávinnings af samsköttun Þá segir að gera megi ráð fyrir því að niðurfelling samnýtingar tekjuskattþrepa milli hjóna og sambýlisfólks stuðli að kynjajafnrétti, þar sem konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar og beri að auki meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningnum af samnýtingu þrepa en karlar 81 prósent. Í greinargerðinni segir að gert sé ráð fyrir að breytingar á tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjuskatti muni nema um fjórum milljörðum króna. Þær breytingar feli meðal annars í sér afnám samnýtingar þrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Heimild til samnýtingar þrepa gildi þegar annar aðilinn er skattlagður í þriðja þrepi en hinn ekki. Þá geti hinn tekjuhærri nýtt helming bilsins í öðru þrepi sem sá tekjulægri nýtir ekki og þannig greitt lægri skattprósentu af launum í þriðja þrepi. Sú tilfærsla sé einungis heimil á milli tveggja efri þrepanna. Afnám samnýtingar þrepa sé í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Einhverjir hafi fengið tvöfaldan afslátt Þá segir að jafnframt sé gert ráð fyrir að felld verði brott heimild til að nýta hluta af ónýttum persónuafslætti til greiðslu fjármagnstekjuskatts. Eftir upptöku frítekjumarks fjármagnstekna og tvöföldun þess árið 2020 hafi í raun verið komið á persónuafslætti fjármagnstekna. Meirihluti þeirra sem nýta persónuafslátt til greiðslu fjármagnstekjuskatts fullnýti einnig frítekjumarkið og fái þannig tvöfaldan afslátt.
Fjárlagafrumvarp 2026 Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira